flugfréttir

Airbus fær pöntun í 22 þotur af gerðinni A220

- Flugvélaleigan Azorra í Flórída pantar 22 Airbus A220 þotur

10. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 19:57

Tölvugerð mynd af Airbus A220 í litum flugvélaleigunnar Azorra

Airbus hefur fengið pöntun frá fyrirtækinu Azorra sem ætlar að panta 22 þotur af gerðinni Airbus A220 sem áður voru þekktar undir nafninu CSeries frá Bombardier.

Azorra er flugvélaleigafyrirtæki í Fort Lauderdale í Flórída sem sérhæfir sig í útleigu á minni og meðalstórum flugvélum.

Pöntunin samastendur af tuttugu Airbus A220-300 þotum sem er stærri tegundin af A220 og tveimur ACJ TwoTwenty þotum sem er einkaþotuútgáfa af þotunni.

„Við bjóðum Azorra hjartanlega velkomna í hóp viðskiptavina okkar og fögnum ákvörðun þeirra að velja Airbus A220. Við höfum orðið varir við auknum áhuga á Airbus A220 þotunum frá fjölbreyttum kúnnahópi“, segir Christian Scherer, yfirmaður yfir farþegaþotudeild Airbus.

Airbus A220 er eina þotan sem til er á markaðnum sem kemur með sæti fyrir 100 til 150 farþega og er þotan sögð vera allt að 50% umhverfisvænni en aðrar sambærilegar þotur og 25 prósent sparneytnari.

Fyrir lok ársins voru komnar pantanir í 668 Airbus A220 þotur frá tuttugu og fimm viðskiptavinum víða um heim en í dag eru 13 flugfélög sem fljúga til samans 190 þotum af þessari gerð í fjórum heimsálfum.  fréttir af handahófi

Farþegaflug í millilandaflugi í Asíu enn í mikilli lægð

29. nóvember 2021

|

Farþegaflug í millilandaflugi til og frá Asíu og um Kyrrahafssvæðið er enn í tölvuverðri lægð vegna heimsfaraldurins og kemur fram að tiltölulega lítil aukning hafi orðið á farþegum á undanförnum mis

Kynna 100 sæta rafmagnsflugvél sem kemur á markað árið 2026

5. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Wright Electric hefur kynnt til sögunnar farþegaþotu sem verður eingöngu knúin áfram fyrir rafmagni sem á að koma á markað árið 2026 en flugvélin mun taka 100 farþega í sæti.

Flug að nýju með risaþotum flýtt um 3 mánuði

27. desember 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja flugáætlun að nýju með Airbus A380 töluvert fyrr en áætlað var og er stefnt á að koma risaþotunum í loftið nokkrum mánuðum fyrr en gert var ráð fy

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00