flugfréttir
Airbus fær pöntun í 22 þotur af gerðinni A220
- Flugvélaleigan Azorra í Flórída pantar 22 Airbus A220 þotur

Tölvugerð mynd af Airbus A220 í litum flugvélaleigunnar Azorra
Airbus hefur fengið pöntun frá fyrirtækinu Azorra sem ætlar að panta 22 þotur af gerðinni Airbus A220 sem áður voru þekktar undir nafninu CSeries frá Bombardier.
Azorra er flugvélaleigafyrirtæki í Fort Lauderdale í Flórída sem sérhæfir sig í útleigu á minni og meðalstórum
flugvélum.
Pöntunin samastendur af tuttugu Airbus A220-300 þotum sem er stærri tegundin af A220 og tveimur ACJ TwoTwenty þotum
sem er einkaþotuútgáfa af þotunni.
„Við bjóðum Azorra hjartanlega velkomna í hóp viðskiptavina okkar og fögnum ákvörðun þeirra að velja
Airbus A220. Við höfum orðið varir við auknum áhuga á Airbus A220 þotunum frá fjölbreyttum kúnnahópi“, segir
Christian Scherer, yfirmaður yfir farþegaþotudeild Airbus.
Airbus A220 er eina þotan sem til er á markaðnum sem kemur með sæti fyrir 100 til 150 farþega og er þotan sögð
vera allt að 50% umhverfisvænni en aðrar sambærilegar þotur og 25 prósent sparneytnari.
Fyrir lok ársins voru komnar pantanir í 668 Airbus A220 þotur frá tuttugu og fimm viðskiptavinum víða um heim en
í dag eru 13 flugfélög sem fljúga til samans 190 þotum af þessari gerð í fjórum heimsálfum.


13. apríl 2022
|
Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að öll bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eru nú í fullri notkun.

31. mars 2022
|
Bandarískir flugslysasérfræðingar frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB), starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og sérfræðingar frá Boeing munu á næstu dögum halda til Kína til þ

3. mars 2022
|
Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, segir að flugfélagið þýska sé mögulega að spá í að festa kaup á einhverjum af þeim breiðþotum sem rússnesk flugfélög höfðu pantað hjá Boeing og Airbus en

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.