flugfréttir

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

- Sumarið 2022 telur 43 áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku

12. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 17:12

Icelandair mun hefja flug til Rómar í sumar

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, Alicante og Nice í Frakklandi og þá hefst flug að nýju til Montreal í Kanada.

Í yfirlýsingu kemur fram að Icelandair bjóði með þessu hentuga tengingu frá Norður-Ameríku til þriggja vinsælla ferðamannastaða í Evrópu með möguleika á viðdvöl á Íslandi án aukakostnaðar þótt dvalið sé hér á landi í nokkra daga.

Fram kemur að flogið verður til Fiumicino-flugvallarins í Róm tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum frá 6. júlí fram til 4. september.

Til Nice verður flogið á miðvikudögum og laugardögum frá 6. júlí fram til 27. ágúst en strax í næsta mánuði hefst flug til Alicante og verður flogið frá 10. febrúar til enda október og verður flogið tvisvar í viku.

Til Montreal verður flogið þrisvar í viku, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum frá 24. júní fram til 25. september.

Flogið til 43 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku

Heildarfjöldi áfangastaða í leiðarkerfi Icelandair í sumar telur 43 borgir en flogið verður til 29 áfangastaða í Evrópu og til 14 í Norður-Ameríku.

Heilsársáfangastaðir Icelandair eru:

Kaupmannahöfn
Stokkhólmur
Osló
Helsinki
Amsterdam
París
Berlín
Frankfurt
Munchen
Zurich
London
Glasgow
Manchester
Dublin
Boston
New York
Seattle
Washington
Denver
Chicago
Toronto
Tenerife
Nuuk
Kulusuk

Árstíðabundnir áfangastaðir Icelandair eru:

Róm
Nice
Montreal
Alicante
Raleigh-Durham
Bergen
Billund
Hamborg
Genf
Brussel
Minneapolis
Vancouver
Portland
Anchorage
Baltimore
Mílanó
Madrid
Salzburg
Orlando
Ilulissat
Narsarsuaq  fréttir af handahófi

Fyrsta DHC-8-400 vélin afhent til nýja Flybe

30. nóvember 2021

|

Flybe hefur færst skrefi nær því að hefja aftur áætlunarflug með fyrstu de Havilland DHC-8-400 flugvélinni sem félagið hefur fengið afhenta en lágfargjaldafélagið breska var eitt af fyrstu flugfélögu

FAA leitar að hönnuðum fyrir nýja flugturna

29. október 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa formlega hafið leit að fyrirtæki til þess að taka að sér hönnun á næstu kynslóð af flugturnum fyrir fjölmarga flugvelli víðsvegar um Bandaríkin.

BA hótar að minnka umsvif sín á Heathrow-flugvelli

22. nóvember 2021

|

British Airways hefur hótað því að draga úr umsvifum sínum á Heathrow-flugvellinum ef yfirvofandi hækkun á flugvallargjöldum verður að veruleika.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

18. janúar 2022

|

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni,

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum

Næst lengsta flug í heimi tekið upp að nýju

18. janúar 2022

|

Singapore Airlines ætlar að hefja á ný næst lengsta áætlunarflug í heimi en flugfélagið mun á næstunni byrja aftur að bjóða upp á flug á milli Singapore og New York.

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00