flugfréttir

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

- Sumarið 2022 telur 43 áfangastaði í Evrópu og Norður-Ameríku

12. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 17:12

Icelandair mun hefja flug til Rómar í sumar

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, Alicante og Nice í Frakklandi og þá hefst flug að nýju til Montreal í Kanada.

Í yfirlýsingu kemur fram að Icelandair bjóði með þessu hentuga tengingu frá Norður-Ameríku til þriggja vinsælla ferðamannastaða í Evrópu með möguleika á viðdvöl á Íslandi án aukakostnaðar þótt dvalið sé hér á landi í nokkra daga.

Fram kemur að flogið verður til Fiumicino-flugvallarins í Róm tvisvar í viku á miðvikudögum og sunnudögum frá 6. júlí fram til 4. september.

Til Nice verður flogið á miðvikudögum og laugardögum frá 6. júlí fram til 27. ágúst en strax í næsta mánuði hefst flug til Alicante og verður flogið frá 10. febrúar til enda október og verður flogið tvisvar í viku.

Til Montreal verður flogið þrisvar í viku, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum frá 24. júní fram til 25. september.

Flogið til 43 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku

Heildarfjöldi áfangastaða í leiðarkerfi Icelandair í sumar telur 43 borgir en flogið verður til 29 áfangastaða í Evrópu og til 14 í Norður-Ameríku.

Heilsársáfangastaðir Icelandair eru:

Kaupmannahöfn
Stokkhólmur
Osló
Helsinki
Amsterdam
París
Berlín
Frankfurt
Munchen
Zurich
London
Glasgow
Manchester
Dublin
Boston
New York
Seattle
Washington
Denver
Chicago
Toronto
Tenerife
Nuuk
Kulusuk

Árstíðabundnir áfangastaðir Icelandair eru:

Róm
Nice
Montreal
Alicante
Raleigh-Durham
Bergen
Billund
Hamborg
Genf
Brussel
Minneapolis
Vancouver
Portland
Anchorage
Baltimore
Mílanó
Madrid
Salzburg
Orlando
Ilulissat
Narsarsuaq  fréttir af handahófi

Evrópskt öryggisátak í almannaflugi hefst eftir helgi

11. mars 2022

|

Vikuna 14. til 25. mars stendur Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins, EASA, fyrir öryggisátaki í almannaflugi.

Flugmaður í 1 árs fangelsi fyrir að falsa gögn í atvinnuumsókn

4. apríl 2022

|

49 ára breskur flugmaður, Craig Butfoy að nafni, var á dögunum dæmdur í eins árs fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa logið til um flugreynslu sína og falsað gögn yfir flugtíma en flugmaðurinn hafði s

Airbus ætlar ekki að greiða Qatar Airways skaðabætur

28. febrúar 2022

|

Airbus hefur gefið skýrt fram við réttarhöld að flugvélaframleiðandinn ætlar ekki greiða neinar skaðabætur til Qatar Airways vegna máls sem flugfélagið hefur höfðað gegn framleiðandanum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.