flugfréttir
Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

Boeing 777-300ER þota frá Emirates
Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota frá Emirates var að þvera brautina.
Atvikið átti sér stað sl. sunnudag þann 9. janúar og kemur fram að þotan hafi verið af gerðinni Boeing 777-300ER
sem var komin í brautarstöðu fyrir flugtak á leið til Hyderabad á Indlandi.
Þotan hóf flugtaksbrun en var ekki komin með flugtaksheimild frá flugturni en á sama augnarbliki var önnur
þota að aka yfir brautina sem var á leið til Bangalore á Indlandi. Flugumferðarstjórar sögðu flugmönnunum að hætta við flugtak en þotan var komin
á hraða sem samsvarar 120 hnútum þegar hætt var við flugtak.
Þotan yfirgaf brautin og en fór aftur í brautarstöðu skömmu síðar og fór í flugtak um 30 mínútum eftir að hætt var við
fyrra flugtakið.
Emirates hefur hafið rannsókn á atvikinu og þá kemur fram að flugmálayfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
hafa einnig hafið rannsókn á því.


30. mars 2022
|
Qatar Airways telur að vandamálið með málningarvinnuna á nýju Airbus A350 þotunum geti skapað hættu á því að eldur komi upp í eldsneytistönkum vélanna.

8. apríl 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines segist vera tilbúið að hefja viðræður við JetBlue sem kom í vikunni með óvænt tilboð í félagið eftir að Spirit Airlines hafði tilkynnt fyrirhugaðan samr

9. maí 2022
|
Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.