flugfréttir

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 18:13

Flugfloti Air Malta

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Air Malta hefur 890 starfsmenn og verður um 470 manns boðið tækifæri á því að þiggja aðrar stöður á opinberum vinnustöðum innan ríkisins en 420 manns munu halda starfi sínu hjá flugfélaginu.

Upphaflega stóð ekki til að grípa til uppsagna og þess í stað hagræða einungis flugáætluninni í janúar og febrúar með því að draga úr tíðni til þeirra 16 áfangastaða sem félagið flýgur til yfir vetrartímann en verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir flugsætum og þá hafa hertar ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldursins einnig sett strik sitt í reikninginn.

Á hinn bóginn þá ætlar Air Malta ekki að fella niður neinar flugleiðir í vetur líkt og mörg önnur flugfélög hafa gert sem fljúga sömu leiðir. David G. Curmi, framkvæmdarstjóri Air Malta, segir að félagið ætli að hagræða frekar flugleiðum og komast því hjá því að fljúga tómum flugvélum.  fréttir af handahófi

Norwegian tekur á leigu 18 Boeing 737 þotur fyrir sumarið

28. febrúar 2022

|

Norwegian stefnir á að taka á leigu átján Boeing 737 þotur og þar á meðal nokkrar 737 MAX þotur til þess að mæta eftirspurninni í sumar.

Íhuga að taka við þotum sem áttu að afhendast til Rússlands

3. mars 2022

|

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, segir að flugfélagið þýska sé mögulega að spá í að festa kaup á einhverjum af þeim breiðþotum sem rússnesk flugfélög höfðu pantað hjá Boeing og Airbus en

Boeing 737-800 aftur í notkun hjá China Eastern Airlines

19. apríl 2022

|

Kínverska flugfélagið China Eastern Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737-800 þotunum en flugfélagið kyrrsetti þær allar í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 21. mars eftir að e

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.