flugfréttir
Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

Antonov An-148-100 þota frá flugfélaginu Air Ocean Airlines
Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum flugvéla.
Flugfélagið lýsti því yfir um helgina að félagið þyrfti að hætta öllu flugi frá og
með deginum í dag fram í miðjan mars og hefur farþegum verið gert viðvart
með afsökunarbeiðni.
Flugfloti Air Ocean Airlines samanstendur aðeins af tveimur þotum sem eru af gerðinni Antonov An-148-100 en báðar vélarnar eru um 10 ára gamlar og komu í flota félagsins í október árið 2021 en áður flugu þær fyrir Angara Airlines.
Félagið átti að fá þriðju An-148-100 þotuna í flotann til þess að leysa af hólmi
aðra þotuna sem er í viðhaldsskoðun en sú þota hefur enn ekki verið afhent.
Air Ocean Airlines sá ekki fram á að geta haldið úti flugáætlun sinni með aðeins
eina þotu og var því ákveðið að fresta öllu flugi til 15. mars.
Flugfélagið, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Kænugarði, var stofnaði í september árið 2020 en félagið hóf ekki flugrekstur fyrr en í október í fyrra og náði félagið aðeins að fljúga tæpa 3 mánuði þar til að það neyddist til að gera hlé á rekstrinum.
Air Ocean Airlines flýgur eingöngu innanlandsflug í Úkraínu til fimm
áfangastaða sem eru Chernivtsi, Kharkiv, Lviv og Zaporizhzhia og Kiev.


21. mars 2022
|
Flugprófunum á fyrsta fraktflugvellinum í Kína er lokið en Ezhou Huahu flugvöllurinn verður fyrsti flugvöllurinn í Kína sem eingöngu verður nýttur sem fraktflugvöllur og stendur til að taka hann í n

28. febrúar 2022
|
Norwegian stefnir á að taka á leigu átján Boeing 737 þotur og þar á meðal nokkrar 737 MAX þotur til þess að mæta eftirspurninni í sumar.

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.