flugfréttir

Afskrifa 27 farþegaþotur sem eru enn í Rússlandi

- Gefa upp vonina um að endurheimta þotur upp á 103 milljarða

25. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 08:46

Farþegaþotur frá rússnesku flugfélögunum Aeroflot og S7 Airlines

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur afskrifað 27 farþegaþotur sem eru ennþá staðsettar í Rússlandi og er um að ræða flugvélar sem rússnesk flugfélög hafa ekki skilað til baka þrátt fyrir að búið sé að rifta öllum samningum í tengslum við viðskiptaþvinganna í garð Rússa.

Verðmæti flugvélanna hleypur á rúmlega 800 milljónum dala sem samsvarar 103 milljörðum króna og gerir fyrirtækið ekki ráð fyrir að flugvélarnar eigi eftir að snúa aftur í flota fyrirtæksins.

„Það er ólíklegt að fyrirtækið eigi eftir að endurheimta eignarhald á þeim flugvélum sem eru ennþá í Rússlandi“, segir Air Lease í yfirlýsingu sem gefin var út til verðbréfafyrirtækja.

Air Lease segir að fyrirtækið sé að vinna mjög hart að því að fá skaðabætur greiddar frá tryggingarfélögunum til að bæta það fjárhagslega tjón sem fyrirtækið verður fyrir.

Stjórnvöld í Rússlandi lýstu því yfir á dögunum að flugmálayfirvöld hefðu gefið rússneskum flugfélögum leyfi til þess að endurskrá flugvélarnar yfir á rússneska skráningu þvert á öll lög og allar reglugerðir í fluginu.

Fram kemur að frá því í byrjun mars hafi um 360 flugvélar, í eigu erlendra flugvélaleigufyrirtækja, verið skráðar á rússneska skráningu og fljúga þær í dag undir rússnesku flaggi í innanlandsflugi í Rússlandi.  fréttir af handahófi

Comair svipt flugrekstarleyfinu af öryggisástæðum

13. mars 2022

|

Suður-afríska flugfélagið Comair hefur aflýst öllu flugi eftir að flugmálayfirvöld í Suður-Afríku sviptu félaginu flugrekstarleyfinu sína ótímabundið.

Rússar gera loftárás á Antonov flugvélaverksmiðjurnar

14. mars 2022

|

Rússneskt herlið hefur gert árás á Antonov flugvélaverksmiðjurnar (Antonov Aircraft Serial Production Plant) í Kænugarði en að sögn úkraínska þingsins voru gerðar loftárásir á tvö háhýsi á nágrenninu

Stærsta flugvél heims eyðilögð í innrás Rússa á Antonov-flugvöll

27. febrúar 2022

|

Rússneski herinn er sagður hafa eyðilagt stærstu fraktflugvél heims, hina úkraínsku Antonov An-225 Mriya, í innrásinni í Úkraínu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.