flugfréttir

Telja líklegt að Boeing muni fresta 777X fram til ársins 2025

25. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 09:01

Boeing 777X tilraunaþota á Boeing Field flugvellinum í Seattle

Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

Boeing hafði áður tilkynnt að til stæði að Boeing 777X myndi fá flughæfnisvottun á síðasta ársfjórðungi ársins 2023 og myndu afhendingar hefjast fyrir lok næsta árs og væri því um að ræða seinkun upp á meira en eitt ár og meira en 5 ára seinkun ef miðað er við hvenær Boeing 777X átti upphaflega að koma á markaðinn.

Emirates, sem er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 777X þotunni, hefur ítrekað gagnrýnt Boeing vegna þeirra seinkanna sem hafa orðið á Boeing 777X þotunni en upphaflega stóð til að Emirates myndi fá fyrstu þotuna afhenta í júní árið 2020.

Boeing ýtti 777X þotunni úr vör og tilkynnti um framleiðsluna árið 2013 og hefur Boeing fengið pantanir í yfir 300 þotur en margar seinkanir fylgdu í kjölfarið og flaug þotan sitt fyrsta tilraunaflug í janúar árið 2020.

Boeing 777X, sem kemur í þremur útgáfum sem eru 777-8, 777-9 og 777-10, er ætlað að leysa af hólmi Boeing 777 þoturnar auk þess sem þotunni er ætlað að etja kappi við A350 þoturnar frá Airbus.  fréttir af handahófi

Hans Liljendal nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia

29. mars 2022

|

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

Hainan Airlines losar sig við allar A350 þoturnar

5. apríl 2022

|

Kínverska flugfélagið Hainan Airlines ætlar að selja tvær Airbus A350-900 breiðþotur en báðar þoturnar hafa verið mjög lítið notaðar og þeim aðeins flogið átta sinnum í áætlunarflugi frá því þær voru

Airbus ætlar ekki að greiða Qatar Airways skaðabætur

28. febrúar 2022

|

Airbus hefur gefið skýrt fram við réttarhöld að flugvélaframleiðandinn ætlar ekki greiða neinar skaðabætur til Qatar Airways vegna máls sem flugfélagið hefur höfðað gegn framleiðandanum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.