flugfréttir

Qatar Airways tapar fyrsta dómsmálinu gegn Airbus

- Airbus heimilt að rifta pöntun Qatar Airways í A321neo þoturnar

26. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Airbus A350 þota frá Qatar Airways

Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað á sínum tíma.

Dómurinn var kveðinn upp í dag og tengist hann stærra deilumáli á milli Airbus og Qatar Airways en flugfélagið hafði upphaflega höfðar mál á hendur Airbus vegna óánægju með málningarvinnu á nýjum Airbus A350 þotum sem félagið neyddist til þess að kyrrsetja þar sem málningin á klæðningu vélanna var farin að flagna af.

Qatar Airways neitaði að taka við fleiri Airbus A350 þotum og sagði Airbus að um brot á kaupsamningi væri að ræða og ákvað framleiðandinn þá í kjölfarið að rifta pöntun sem Qatar Airways átti í A321neo þoturnar.

Qatar Airways hefur gagnrýnt Airbus fyrir þau viðbrögð og sakað framleiðandann um svik á sáttmála og segir að Airbus geti ekki brugðist við með því að neita að hefja smíði á þeim A321neo þotum sem félagið á von á að fá afhentar.

Ef dómurinn hefði dæmt Qatar Airways í vil hefði Airbus verið skuldbundið til þess að framleiða þær Airbus A321neo þotur sem félagið hafði pantað og tekið áhættu á að sitja uppi með þær ef Qatar Airways hefði ekki viljað taka við fleiri þotum líkt og með A350 þoturnar.

Qatar Airways sagði við réttarhöldin að flugfélagið þyrfti sérstaklega á A321neo þotunum að halda vegna getu þeirra er kemur að flugdrægi en tíu af þeim Airbus A321neo þotum sem félagið pantaði áttu að vera af A321LR gerðinni.

Dómarinn dró í efa áform Qatar Airways og benti á að flugfélagið hefði lagt inn pöntun til Boeing í 50 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX aðeins tveimur vikum eftir að Airbus rifti pöntuninni í A321neo þoturnar.

Qatar Airways andmælti þeim athugasemdum og sagði að pöntunin í Boeing 737 MAX þoturnar væri aðskilin og kæmi ekki pöntuninni í A321neo þoturnar við á nokkurn hátt.

Deilan á milli Airbus og Qatar Airways hefur að mestu leyti ekki breyst þrátt fyrir dóminn í morgun og er enn ekki búið að leysa ágreininginn vegna gallans í frágangnum á málningunni á Airbus A350 þotunum sem miðar af því hvort að þoturnar séu öruggar er kemur að flugöryggi.

Þrátt fyrir að örfá flugfélög hafa einnig orðið vör við galla í yfirlagi á klæðningu nokkurra Airbus A350 þotna þá hafa engin önnur flugfélög kyrrsett þoturnar og flugmálayfirvöld ekki gert athugasemdir er varðar lofthæfi þeirra.  fréttir af handahófi

Hans Liljendal nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia

29. mars 2022

|

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

Syðri flugstöðin á Gatwick opnar aftur eftir 21 mánaða lokun

29. mars 2022

|

Búið er að taka aftur í notkun syðri flugstöðina á Gatwick-flugvellinum í London, South Terminal, en henni var lokað fyrir 21 mánuði síðan vegna heimsfaraldursins.

Spá þörf fyrir 2.210 flugvélar á Indlandi

25. mars 2022

|

Airbus telur að flugfélög á Indlandi þurfi á yfir 2.000 flugvélum að halda á næstu 20 árum til þess að mæta vaxandi eftirspurn í farþegaflugi en þess má geta að seinasta spá Airbus gerði ráð fyrir 1.8

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.