flugfréttir
Boeing 777X frestað til 2025

Boeing 777-9 tilraunarþota Boeing
Boeing hefur staðfest að seinkun verður á því að Boeing 777X þotan komi á markað og verður fyrsta þotan ekki afhent fyrr en árið 2025.
„Á meðan að þróun og prófanir ganga mjög vel á fyrstu Boeing 777-9 þotunni þá er ljóst að hún
kemur ekki á markað fyrr en árið 2025 ef marka má nýjustu upplýsingar á þeim tíma sem þarf
til svo að þotan uppfylli kröfur um lofthæfni og vottun“, segir Dave Calhoun, framkvæmdarstjóri
Boeing í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.
Þá kemur fram að Boeing mun gera hlé á flugprófunum á Boeing 777X árið 2023 sem mun kosta
Boeing um 1.5 milljarð Bandaríkjadali þar sem hlé verður gert á framleiðslunni.
Áður en þessi yfirlýsing kom frá Boeing var gert ráð fyrir að Boeing 777X kæmi á markað á næsta
ári og var gert ráð fyrir að fyrsta þotan yrði afhent fyrir lok ársins 2023.
Emirates, sem er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 777X þotunni, hefur ítrekað gagnrýnt Boeing vegna þeirra seinkanna sem hafa orðið á Boeing 777X þotunni en upphaflega stóð til að Emirates myndi fá fyrstu þotuna afhenta í júní árið 2020.


7. apríl 2022
|
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir að júmbó-fraktþota geti hafi sig til flugs frá Hahn-flugvellinum í Frankfurt vegna viðskiptaþvingana á Rússland.

22. apríl 2022
|
Scott Kirby, framkvæmdarstjóri United Airlines, segir að skortur á flugmönnum vestanhafs gæti komið í veg fyrir að bandarísk flugfélög geti aukið umsvif sín á næstu fimm árum í takt við aukna eftirsp

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.