flugfréttir

Delta mun greiða flugfreyjum á meðan farþegar ganga um borð

- Fyrst allra flugfélaga í Bandaríkjunum til að greiða þann vinnutíma

27. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Almennt fá flugfreyjur og flugþjónar ekki greidd laun fyrr en allir eru komnir um borð og búið að loka öllum útgöngum

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að greiða vinnutíma hjá flugfreyjum og flugþjónum fyrir þann tíma þegar farþegar eru að ganga um borð og koma sér fyrir en hingað til hefur greiddur vinnutími ekki hafist fyrr en búið er að loka útgöngum á flugvélum fyrir brottför.

Um tímamót er að ræða sem gæti haft áhrif á öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum og er Delta Air Lines fyrsta flugfélagið til þess að hefja formlegan vinnutíma flugfreyja og flugþjóna fyrr en hefur tíðkast.

Ekki er þó um fullt tímakaup að ræða en Delta mun greiða 50% af tímakaupa fyrir áætlaðan tíma sem tekur að koma farþegum um borð sem eru um 40 til 50 mínútur.

Í skilaboðum sem Delta sendir starfsfólki sínu kemur fram að þessi breyting endurspegli það mikilvæga hlutverk sem flugfreyjur og flugþjónar gegna þann tíma sem farþegar ganga um borð og tryggja öryggi þeirra.

Þá kemur fram að aukagreiðslan fyrir þann tíma bætist við 4 prósenta launahækkun sem flugfreyjur og flugþjónar fengu í síðasta mánuði.

Aukagreiðslan fyrir tímann sem farþegar ganga um borð kemur í kjölfar áskorunar sem gerð var fyrir nokkrum mánuðum síðan er félag flugfreyja skoraði á að þau fengu greidd laun fyrir þennan tíma.

„Við fáum aðeins greidd laun fyrir flugtímann sem hefst þegar búið er að loka öllum útgöngum fyrir brottför og flugmennirnir taka bremsuna af og vélinni er ýtt frá hliði en ekki þegar farþegar eru komnir um borð og ekki heldur ef það er seinkun á brottför. Við fáum ekki greitt þótt að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) krefjist þess að við vinnum sérhæfð störf við að framfylgja flugöryggi“, kom fram í yfirlýsingu en um 160.000 undirskriftir söfnuðust.  fréttir af handahófi

Skrá erlendar flugvélar á rússneska skráningu án leyfis

13. apríl 2022

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur bætt 21 rússnesku flugfélag á svarta listann sem þýðir að þau flugfélög fá ekki að fljúga inn í evrópska lofthelgi.

Flybe aftur í loftið í apríl

23. mars 2022

|

Breska lágfargjaldaflugfélagið Flybe mun hefja áætlunarflug að nýju þann 13. aprík næstkomandi en félagið varð eitt fyrsta flugfélagið í Evrópu til þess að hætta starfsemi sinni eftir að kórónuveiru

Finnair byrjar að fljúga um Norðurpólinn til Tókýó

18. mars 2022

|

Finnair leitar nú nýrra leiða til þess að geta viðhaldið leiðarkerfi sínu til áfangastaða í Asíu þar sem lofthelgin yfir Rússlandi er ekki lengur í boði fyrir vestræn flugfélög.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.