flugfréttir

Eiga enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur

28. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:19

Boeing ætlar að vera búið að afhenda flestar af þeim 320 þotum sem safnast hafa saman í geymslu fyrir lok ársins 2023

Boeing á enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur sem búið er að smíða og þá bíða um 115 Dreamliner-þotur þess að verða afhentar.

Þetta greindu yfirmenn Boeing frá þann 27. apríl sl. er afkoma Boeing á fyrsta ársfjórðungi ársins var tilkynnt en tap Boeing á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.2 milljarði Bandaríkjadala sem samsvarar 157 milljörðum króna.

Boeing hefur ekki greint frá því hvenær þeir sjá fram á að geta hafið aftur afhendingar á nýjum Dreamliner-þotum þar sem það ræðst að mestu af bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, segir að framleiðandinn hafi sent inn lofthæfnisvottunaráætlun til FAA og að flugmálayfirvöld séu komin með í hendur öll gögn er varðar áætlanir Boeing í þeim efnum.

Boeing er töluvert á eftir áætlun er kemur að afhendingum á Boeing 737 MAX þotum en í janúar greindi framleiðandinn frá því að þeir væru með 335 MAX-þotur sem bíða afhendinga og var sá fjöldi komin niður í 320 fyrir lok marsmánaðar.

Brian West, fjármálastjóri Boeing, segir að ein ástæða þess að Boeing á enn eftir að afhenda svo margar 737 MAX þotur hafi verið kyrrsetning á þotunum í Kína sem var eitt síðasta landið til þess að aflétta flugbanni á þotunum en hann greinir einnig frá því að á sama tíma sé verið að framleiða 31 þotu af þessari gerð í hverjum mánuði.

West segir að Boeing sé staðráðið í að vera búið að afhenda flestar af þessum 320 þotum fyrir lok ársins 2023 sem hafa verið í geymslu og þarf framleiðandinn því að afhenda 45 þotur á mánuði á móti þeim 31 þotu sem framleiddar eru mánaðarlega.  fréttir af handahófi

Sérfræðingar frá Bandaríkjunum á leið til Kína vegna flugslyssins

31. mars 2022

|

Bandarískir flugslysasérfræðingar frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB), starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og sérfræðingar frá Boeing munu á næstu dögum halda til Kína til þ

Eftirspurn eftir fraktflugi farin að dragast saman

3. maí 2022

|

Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

Ætla eingöngu að ráða flugfreyjur en enga flugþjóna

2. maí 2022

|

Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.