flugfréttir

Eiga enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur

28. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:19

Boeing ætlar að vera búið að afhenda flestar af þeim 320 þotum sem safnast hafa saman í geymslu fyrir lok ársins 2023

Boeing á enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur sem búið er að smíða og þá bíða um 115 Dreamliner-þotur þess að verða afhentar.

Þetta greindu yfirmenn Boeing frá þann 27. apríl sl. er afkoma Boeing á fyrsta ársfjórðungi ársins var tilkynnt en tap Boeing á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.2 milljarði Bandaríkjadala sem samsvarar 157 milljörðum króna.

Boeing hefur ekki greint frá því hvenær þeir sjá fram á að geta hafið aftur afhendingar á nýjum Dreamliner-þotum þar sem það ræðst að mestu af bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, segir að framleiðandinn hafi sent inn lofthæfnisvottunaráætlun til FAA og að flugmálayfirvöld séu komin með í hendur öll gögn er varðar áætlanir Boeing í þeim efnum.

Boeing er töluvert á eftir áætlun er kemur að afhendingum á Boeing 737 MAX þotum en í janúar greindi framleiðandinn frá því að þeir væru með 335 MAX-þotur sem bíða afhendinga og var sá fjöldi komin niður í 320 fyrir lok marsmánaðar.

Brian West, fjármálastjóri Boeing, segir að ein ástæða þess að Boeing á enn eftir að afhenda svo margar 737 MAX þotur hafi verið kyrrsetning á þotunum í Kína sem var eitt síðasta landið til þess að aflétta flugbanni á þotunum en hann greinir einnig frá því að á sama tíma sé verið að framleiða 31 þotu af þessari gerð í hverjum mánuði.

West segir að Boeing sé staðráðið í að vera búið að afhenda flestar af þessum 320 þotum fyrir lok ársins 2023 sem hafa verið í geymslu og þarf framleiðandinn því að afhenda 45 þotur á mánuði á móti þeim 31 þotu sem framleiddar eru mánaðarlega.  fréttir af handahófi

FAA gefur út hæstu sekt sem um getur vegna flugdólgs

13. apríl 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út hæstu sekt sem gefin hefur verið út á hendur flugdólgi sem nemur alls 10,5 milljónum króna.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

  Nýjustu flugfréttirnar

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn verður meðlimur í Star Alliance

5. júlí 2022

|

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

Metfjöldi farþega í júní hjá Ryanair og Wizz Air

4. júlí 2022

|

Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

Úr verkfræðihugleiðingum í flugnám

4. júlí 2022

|

Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

Vara við að verkfall flugmanna SAS geti haft gríðarleg áhrif

4. júlí 2022

|

Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00