flugfréttir

Varar við hækkun á flugfargjöldum á næstunni

- Hækkun óhjákvæmileg í ljósi hækkunnar á þotueldsneyti

28. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:25

Willie Walsh, yfirmaður IATA, segir að flugfélögin verði að komast til móts við hækkun á þotueldsneyti

Það er ekki hægt að komast hjá því að hækka flugfargjöld miðað við þá hækkun sem orðið hefur á verði á þotueldsneyti.

Þetta segir Willie Walsh, yfirmaður alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) en hann greindi frá þeirri stöðu sem flugfélögin eru í þegar hann fór með ræðu á árlegri ráðstefnu meðal fyrirtækja í ferðamannaiðnaði sem fram fór á Írlandi á dögunum.

Walsh segir að á 10 ára fresti hafi verð á þotueldsneyti hækkað um 27% sem er örlítið minni hækkun en var árið 2008 þegar eldsneytisverð hafði hækkað um 35 prósent.

Þá varar Walsh við því að flugfargjöld eigi eftir að hækka með einum eða öðrum hætti þar sem flugfélögin verði að koma til móts við hækkun á eldsneytisverði og bendir hann á að stærsti kostnaðurinn við rekstur flugfélags sé eldsneyti.

„Að lokum þá endar þetta í hækkun á fargjöldum. Ég sé ekki neina aðra leið sem flugfélögin geta farið til þess að bregðast við hækkuninni“, sagði Walsh

Walsh tók einnig fram að mögulega eigi hækkun á þotueldsneyti eftir að setja þrýsting á að auka hraðann á þróun á umhverfisvænni tegund af lífrænu eldsneyti sem nú þegar er verið að framleiða og þróa en magnið sem til þarf svo hægt sé að knýja áfram allar þær flugvélar sem eru í notkun er hinsvegar gríðarlegt og framboðið ekki nægilega mikið í dag.

Walsh, sem hefur ætíð talað fyrir því að lönd séu samstíga að afnema ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldursins, segir að bataferlið sé að gerast hraðar en menn þorðu að vona í hápunkti faraldursins.

Tekur hann fram að það vanti ekki eftirspurnina og að fólk virðist vera duglegt að bóka flug á ný en hinsvegar þá hafi flugiðnaðurinn þurft að endurstilla innviðina sem voru farnir að láta á sjá vegna tveggja ára niðursveiflu.

Walsh telur að almennt sé bataferlið í flugiðnaðinum á góðu róli en bendir á að flugfélögin séu að ganga í gegnum miklar áskoranir við að koma sér aftur í sömu stellingar og þau voru í fyrir faraldurinn.  fréttir af handahófi

IATA: Farþegafjöldinn mun rjúfa 2019-múrinn árið 2024

1. mars 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að ómíkron-afbrigðið af kórónaveirunni hafi ekki náð að hafa áhrif á bataferlið í flugheiminum og heldur aukningin á bókunum á flugi meðal flugfélaganna áfram

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

FAA varar við bilun í hreyflum í kjölfar langtímageymslu

17. apríl 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér viðvörun þar sem krafist er að skoðun verði gerð á tveimur tegundum af þotuhreyflum og kemur fram að möguleiki á ryði eftir langtímageymslu á flug

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.