flugfréttir
Varar við hækkun á flugfargjöldum á næstunni
- Hækkun óhjákvæmileg í ljósi hækkunnar á þotueldsneyti

Willie Walsh, yfirmaður IATA, segir að flugfélögin verði að komast til móts við hækkun á þotueldsneyti
Það er ekki hægt að komast hjá því að hækka flugfargjöld miðað við þá hækkun sem orðið hefur á verði á þotueldsneyti.
Þetta segir Willie Walsh, yfirmaður alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) en hann greindi frá
þeirri stöðu sem flugfélögin eru í þegar hann fór með ræðu á árlegri ráðstefnu meðal
fyrirtækja í ferðamannaiðnaði sem fram fór á Írlandi á dögunum.
Walsh segir að á 10 ára fresti hafi verð á þotueldsneyti hækkað um 27% sem er örlítið minni
hækkun en var árið 2008 þegar eldsneytisverð hafði hækkað um 35 prósent.
Þá varar Walsh við því að flugfargjöld eigi eftir að hækka með einum eða öðrum hætti
þar sem flugfélögin verði að koma til móts við hækkun á eldsneytisverði og bendir hann
á að stærsti kostnaðurinn við rekstur flugfélags sé eldsneyti.
„Að lokum þá endar þetta í hækkun á fargjöldum. Ég sé ekki neina aðra leið sem flugfélögin
geta farið til þess að bregðast við hækkuninni“, sagði Walsh
Walsh tók einnig fram að mögulega eigi hækkun á þotueldsneyti eftir að setja þrýsting
á að auka hraðann á þróun á umhverfisvænni tegund af lífrænu eldsneyti sem nú þegar
er verið að framleiða og þróa en magnið sem til þarf svo hægt sé að knýja áfram allar þær
flugvélar sem eru í notkun er hinsvegar gríðarlegt og framboðið ekki nægilega mikið í dag.
Walsh, sem hefur ætíð talað fyrir því að lönd séu samstíga að afnema ferðatakmarkanir
vegna heimsfaraldursins, segir að bataferlið sé að gerast hraðar en menn þorðu að vona
í hápunkti faraldursins.
Tekur hann fram að það vanti ekki eftirspurnina og að fólk virðist vera duglegt að bóka flug
á ný en hinsvegar þá hafi flugiðnaðurinn þurft að endurstilla innviðina sem voru farnir að láta á sjá vegna tveggja ára niðursveiflu.
Walsh telur að almennt sé bataferlið í flugiðnaðinum á góðu róli en bendir á að flugfélögin
séu að ganga í gegnum miklar áskoranir við að koma sér aftur í sömu stellingar og þau voru í
fyrir faraldurinn.


12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

4. júlí 2022
|
Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

5. júlí 2022
|
Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

4. júlí 2022
|
Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

4. júlí 2022
|
Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

4. júlí 2022
|
Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi