flugfréttir

Panta yfir 50 þotur af gerðinni Airbus A350, A321XLR og A220

- Qantas velur A350-1000 fram yfir Dreamliner fyrir „Project Sunrise“

2. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:28

Tölvugerð mynd af Airbus A350-1000, Airbus A321XLR og Airbus A220 í litum Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega ýtt úr vör áætluninni Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku með nýjustu breiðþotum sem völ er á en flugfélagið hefur verið í 3 ár að gera upp hug sinn hvort Boeing 787 þotur verði fyrir valinu eða Airbus A350-1000.

Qantas kynnti „Project Sunrise“ áætlunina upphaflega árið 2017 en nú hefur félagið gert upp hug sinn og var tilkynnt í morgun að félagið hefði staðfest pöntun í tólf Airbus A350-1000 breiðþotur.

Félagið ætlar meðal annars að hefja beint flug frá Sydney til New York og frá Sydney til London Heathrow með A350-1000 þotunum árið 2025 og verða þoturnar afhentar frá árinu 2025 til 2028.

Airbus A350-1000 þotur Qantas munu taka 238 farþega og skiptast niður í fjögur farþegarými en flest önnur flugfélög hafa kosið útfærslu á farrýmum með þeim hætti að þoturnar geti tekið yfir 300 farþega.

A350-1000 þotur Qantas verða sérstaklega innréttaðar svo þægilega fari um farþega á svo löngu flugi og koma þér með sérstöku þægindarými svo farþegar geti hreyft sig og spókað sig um og teygt úr sér.

Qantas mun fá fyrstu Airbus A350-1000 þoturnar afhentar árið 2025

Qantas sér fram á bjartari tíma í kjölfar heimsfaraldursins og sér félagið fram á að eftirspurn eftir flugi til og frá Ástralíu eigi eftir að ná sér á strik fyrr en gert var ráð fyrir og þá er séð fram á að innanlandsflugið fari á næstunni að nálgast þann farþegafjölda sem var árið 2019.

Panta einnig Airbus A321XLR og Airbus A220 þotur

Þá tilkynnti félagið einnig í morgun að til stæði að staðfesta pöntun í 40 minni þotur frá Airbus sem verða af gerðinni Airbus A220 og Airbus A321XLR en XLR-týpan verður langdrægasta farþegaþota heims í flokki þeirra sem koma með einum gangi („narrowbodies“).

Þær fyrstu verða afhentar árið 2023 en flugfélagið hefur einnig tryggt sér kauprétt á 94 þotum til viðbótar sem yrðu þá afhentar fram til ársins 2034.

A220 þoturnar mun Qantas nota í innanlandsflugi í Ástralíu á meðan Airbus A321XLR þoturnar verða notaðar í flugi til áfangastaða í Suðaustur-Asíu og til eyja í Kyrrahafinu.

Airbus A220 þoturnar munu koma með sæti fyrir 137 farþega sem er 25% fleiri sæti samanborið við Boeing 717 þoturnar sem þær munu leysa af hólmi og A321XLR þoturnar koma með sæti fyrir 200 farþega sem er 15 prósent fleiri sæti en Boeing 737-800 þoturnar sem eru í flotanum í dag.

Airbus A321XLR þoturnar mun Qantas nota í ætlunarflugi til áfangastaða í Suðaustur-Asíu og í Kyrrahafinu  fréttir af handahófi

A220 þotan í söluferðalagi um Suður-Ameríku

11. apríl 2022

|

Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Hans Liljendal nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia

29. mars 2022

|

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.