flugfréttir

Panta yfir 50 þotur af gerðinni Airbus A350, A321XLR og A220

- Qantas velur A350-1000 fram yfir Dreamliner fyrir „Project Sunrise“

2. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:28

Tölvugerð mynd af Airbus A350-1000, Airbus A321XLR og Airbus A220 í litum Qantas

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega ýtt úr vör áætluninni Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku með nýjustu breiðþotum sem völ er á en flugfélagið hefur verið í 3 ár að gera upp hug sinn hvort Boeing 787 þotur verði fyrir valinu eða Airbus A350-1000.

Qantas kynnti „Project Sunrise“ áætlunina upphaflega árið 2017 en nú hefur félagið gert upp hug sinn og var tilkynnt í morgun að félagið hefði staðfest pöntun í tólf Airbus A350-1000 breiðþotur.

Félagið ætlar meðal annars að hefja beint flug frá Sydney til New York og frá Sydney til London Heathrow með A350-1000 þotunum árið 2025 og verða þoturnar afhentar frá árinu 2025 til 2028.

Airbus A350-1000 þotur Qantas munu taka 238 farþega og skiptast niður í fjögur farþegarými en flest önnur flugfélög hafa kosið útfærslu á farrýmum með þeim hætti að þoturnar geti tekið yfir 300 farþega.

A350-1000 þotur Qantas verða sérstaklega innréttaðar svo þægilega fari um farþega á svo löngu flugi og koma þér með sérstöku þægindarými svo farþegar geti hreyft sig og spókað sig um og teygt úr sér.

Qantas mun fá fyrstu Airbus A350-1000 þoturnar afhentar árið 2025

Qantas sér fram á bjartari tíma í kjölfar heimsfaraldursins og sér félagið fram á að eftirspurn eftir flugi til og frá Ástralíu eigi eftir að ná sér á strik fyrr en gert var ráð fyrir og þá er séð fram á að innanlandsflugið fari á næstunni að nálgast þann farþegafjölda sem var árið 2019.

Panta einnig Airbus A321XLR og Airbus A220 þotur

Þá tilkynnti félagið einnig í morgun að til stæði að staðfesta pöntun í 40 minni þotur frá Airbus sem verða af gerðinni Airbus A220 og Airbus A321XLR en XLR-týpan verður langdrægasta farþegaþota heims í flokki þeirra sem koma með einum gangi („narrowbodies“).

Þær fyrstu verða afhentar árið 2023 en flugfélagið hefur einnig tryggt sér kauprétt á 94 þotum til viðbótar sem yrðu þá afhentar fram til ársins 2034.

A220 þoturnar mun Qantas nota í innanlandsflugi í Ástralíu á meðan Airbus A321XLR þoturnar verða notaðar í flugi til áfangastaða í Suðaustur-Asíu og til eyja í Kyrrahafinu.

Airbus A220 þoturnar munu koma með sæti fyrir 137 farþega sem er 25% fleiri sæti samanborið við Boeing 717 þoturnar sem þær munu leysa af hólmi og A321XLR þoturnar koma með sæti fyrir 200 farþega sem er 15 prósent fleiri sæti en Boeing 737-800 þoturnar sem eru í flotanum í dag.

Airbus A321XLR þoturnar mun Qantas nota í ætlunarflugi til áfangastaða í Suðaustur-Asíu og í Kyrrahafinu  fréttir af handahófi

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga

Flugstjóri fór úr axlarlið í stjórnklefa í miðju flugi

19. apríl 2022

|

Farþegaþotu af gerðinni Airbus A320neo frá easyJet var snúið til Portúgal á leið sinni frá Bretlandi til Marokkó eftir að flugstjóri þotunnar fór úr axlarlið í stjórnklefanum.

Boeing 777X frestað til 2025

27. apríl 2022

|

Boeing hefur staðfest að seinkun verður á því að Boeing 777X þotan komi á markað og verður fyrsta þotan ekki afhent fyrr en árið 2025.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn verður meðlimur í Star Alliance

5. júlí 2022

|

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

Metfjöldi farþega í júní hjá Ryanair og Wizz Air

4. júlí 2022

|

Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

Úr verkfræðihugleiðingum í flugnám

4. júlí 2022

|

Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

Vara við að verkfall flugmanna SAS geti haft gríðarleg áhrif

4. júlí 2022

|

Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00