flugfréttir
Ætla eingöngu að ráða flugfreyjur en enga flugþjóna

Farþegaþotur frá Jet Airways í geymslu
Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga flugþjóna.
Með þessu ætlar félagið að láta nokkrar flugfreyjur gista saman á hótelherbergi þegar félagið hefur
aftur starfsemi sína á þessu ári en Jet Airways hætti starfsemi sinni í apríl árið 2019.
Með því að ráða bæði kynin þá þyrfti flugfélagið að hafa áhafnirnar á fleirum hótelherbergjum sem
myndi þýða hærri kostnað í gistingu í millilandaflugi með næturdvöl.
Jet Airways fór fram á gjaldþrot árið 2019 vegna gríðarlegra skulda en nýir fjárfestar vinna nú að því
að koma félaginu aftur í loftið í júlí.
Stjórnendur Jet Airways ætla að reyna að koma á „hybrid“ rekstarfyrirkomulagi þar sem boðið
verður upp á fyrsta farrými með fullri þjónustu á meðan lágfargjaldarfyrirkomulag verður á almennu
farrými.


3. maí 2022
|
Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

27. apríl 2022
|
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að greiða vinnutíma hjá flugfreyjum og flugþjónum fyrir þann tíma þegar farþegar eru að ganga um borð og koma sér fyrir en hingað til hefur greidd

6. mars 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur ákveðið að fella niður allt millilandaflug frá og með 8. mars næstkomandi að undanskildnu áætlunarflugi til Hvíta-Rússlands.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.