flugfréttir

Farþegafjöldinn á KEF að nálgast það sama og var fyrir COVID-19

3. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:05

Frá Keflavíkurflugvelli

Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn samdrátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþegafjöldann 2019. „Tveggja ára samdráttarskeið er vonandi á enda,” segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.

Umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa farið vaxandi dag frá degi síðustu vikur. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðinn aprílmánuð var farþegafjöldinn sem fór um Keflavíkurflugvöll 82% af því sem hann var í sama mánuði 2019.

Íslensku flugfélögin Icelandair og Play fjölga ferðum sínum og erlend flugfélög sem buðu upp á flug til og frá Íslandi fyrir heimsfaraldurinn eru aftur mætt til leiks. Í sumar hafa 24 flugfélög boðað Íslandsflug frá 75 áfangastöðum í sumar.  

„Endurheimtin er hraðari en maður þorði að vonast eftir og útlitið er gott, ef ekkert óvænt kemur upp á. Auðvitað er það frábært ef farþegafjöldinn verður 80-90% af því sem við höfðum fyrir heimsfaraldur. Þetta eru góð tíðindi fyrir flugvallarsamfélagið allt, íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf landsins,” segir Guðmundur Daði Rúnarsson.

Hann segir ánægjulegt að öll flugfélögin sem flugu til Íslands fyrir heimsfaraldur sjá möguleikana sem felast í því að taka þráðinn upp að nýju. Ísland sé og verði eftirsóttur áfangastaður. „Það mætti segja að víðáttan, hreinleikinn og fleiri kostir sem prýða Ísland sem áfangastað hafi fengið aukna athygli nú þegar heimsfaraldrinum er að ljúka. Því má gera ráð fyrir að Ísland haldi sínum hlut og gott betur þegar ferðaheimurinn hefur að fullu tekið við sér aftur.”  

Farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í sumar verða varir við að framkvæmdir standa yfir við stækkun flugstöðvarinnar. Árið 2022 verður eitt stærsta framkvæmdaár í sögu Keflavíkurflugvallar. Með þeim framkvæmdaverkefnum sem nú eru komin í gang og þeim sem ráðist verður í á næstunni erum við að halda áfram í sókn því tækifærin eru mörg þegar kemur að því að fjölga flugtengingum milli Íslands og heimsins.

Farþegaupplifun mun batna verulega  með 20.000 m2 viðbyggingu til austurs sem er að rísa. Flugstöðin stækkar um 37%, afköst farangurskerfis aukast mjög, fleiri landgangar verða til og rými fyrir verslun og veitingaþjónustu verður meira.  fréttir af handahófi

Pantanir í 46 þotur í apríl en hætt var við 34 þotur

11. maí 2022

|

Aðeins tólf flugvélar bættust við á pöntunarlista Boeing í aprílmánuði sem leið en flugvélaframleiðandinn fékk hinsvegar pantanir í 46 þotur í síðasta mánuði en á móti kemur að hætt var við pantanir í

Delta mun greiða flugfreyjum á meðan farþegar ganga um borð

27. apríl 2022

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að greiða vinnutíma hjá flugfreyjum og flugþjónum fyrir þann tíma þegar farþegar eru að ganga um borð og koma sér fyrir en hingað til hefur greidd

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

  Nýjustu flugfréttirnar

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn verður meðlimur í Star Alliance

5. júlí 2022

|

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

Metfjöldi farþega í júní hjá Ryanair og Wizz Air

4. júlí 2022

|

Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

Úr verkfræðihugleiðingum í flugnám

4. júlí 2022

|

Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

Vara við að verkfall flugmanna SAS geti haft gríðarleg áhrif

4. júlí 2022

|

Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00