flugfréttir

Eftirspurn eftir fraktflugi farin að dragast saman

3. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:52

Eftirspurn eftir fraktflugi er farin að dragast saman frá því sem var í heimsfaraldrinum

Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

Fram kemur að útgöngubann vegna nýrrar öldu af Covid-19 í Kína og innrás Rússa í Úkraínu spili þar helst inn í og er því spáð að þau áhrif gætu verið viðvarandi í einhvern tíma.

Þessi samdráttur kemur í kjölfar töluverðs uppgangs sem gætti árið 2021 í fraktfluginu og kemur fram að um einskonar umskipti sé að ræða þar sem eftirspurn eftir farþegaflugi hefur aukist töluvert að undanförnu á sama tíma og eftirspurn eftir fraktflugi sýnir fram á samdrátt.

„Friður í Úkraínu og breyting í stefnu kínverskra stjórnvalda er kemur að Covid-19 myndi draga verulega úr þessum mótvindi fyrir fraktflugið“, segir Willie Walsh, yfirmaður IATA, sem tekur fram að þar sem ekki er séð fram á neina breytingu í sjónmáli í þeim efnum gætu krefjandi tímar verið framundan í fraktfluginu.

Samdrátturinn í fraktfluginu í mars nemur 5.2 prósentum á meðan framboð jókst um 1.2% en mestur varð samdrátturinn í Asíu og í Evrópu.

Þá bendir Walsh á að er kemur að Evrópu þá voru nokkur fraktflugfélög með bækistöðvar í Rússlandi og í Úkraínu sem voru „lykilleikmenn“ í fraktfluginu og hefur innrásin í Úkraínu haft mikil áhrif eftir að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússa.

Önnur atriði sem hafa haft áhrif er samdráttur í alþjóðaviðskiptum í heiminum og verðbólga sem hefur orðið til þess að viðskipti milli landa hafa dregist örlítið saman en verðbólga í G7 ríkjunum mældist 6.3% í febrúar sl. sem er það mesta sem mælst hefur síðan árið 1982.  fréttir af handahófi

A220 þotan í söluferðalagi um Suður-Ameríku

11. apríl 2022

|

Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

Spirit tilbúið að hefja viðræður um samruna við JetBlue

8. apríl 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines segist vera tilbúið að hefja viðræður við JetBlue sem kom í vikunni með óvænt tilboð í félagið eftir að Spirit Airlines hafði tilkynnt fyrirhugaðan samr

Tveir flugvellir sektaðir vegna notkunar á hitamyndavélum

6. apríl 2022

|

Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.