flugfréttir

Eftirspurn eftir fraktflugi farin að dragast saman

3. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:52

Eftirspurn eftir fraktflugi er farin að dragast saman frá því sem var í heimsfaraldrinum

Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

Fram kemur að útgöngubann vegna nýrrar öldu af Covid-19 í Kína og innrás Rússa í Úkraínu spili þar helst inn í og er því spáð að þau áhrif gætu verið viðvarandi í einhvern tíma.

Þessi samdráttur kemur í kjölfar töluverðs uppgangs sem gætti árið 2021 í fraktfluginu og kemur fram að um einskonar umskipti sé að ræða þar sem eftirspurn eftir farþegaflugi hefur aukist töluvert að undanförnu á sama tíma og eftirspurn eftir fraktflugi sýnir fram á samdrátt.

„Friður í Úkraínu og breyting í stefnu kínverskra stjórnvalda er kemur að Covid-19 myndi draga verulega úr þessum mótvindi fyrir fraktflugið“, segir Willie Walsh, yfirmaður IATA, sem tekur fram að þar sem ekki er séð fram á neina breytingu í sjónmáli í þeim efnum gætu krefjandi tímar verið framundan í fraktfluginu.

Samdrátturinn í fraktfluginu í mars nemur 5.2 prósentum á meðan framboð jókst um 1.2% en mestur varð samdrátturinn í Asíu og í Evrópu.

Þá bendir Walsh á að er kemur að Evrópu þá voru nokkur fraktflugfélög með bækistöðvar í Rússlandi og í Úkraínu sem voru „lykilleikmenn“ í fraktfluginu og hefur innrásin í Úkraínu haft mikil áhrif eftir að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússa.

Önnur atriði sem hafa haft áhrif er samdráttur í alþjóðaviðskiptum í heiminum og verðbólga sem hefur orðið til þess að viðskipti milli landa hafa dregist örlítið saman en verðbólga í G7 ríkjunum mældist 6.3% í febrúar sl. sem er það mesta sem mælst hefur síðan árið 1982.  fréttir af handahófi

Prófunum lokið á þriðju flugbrautinni í Hong Kong

22. apríl 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong hefur færst skrefi nær því að taka í notkun þriðju flugbraut vallarins.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Qatar Airways tapar fyrsta dómsmálinu gegn Airbus

26. apríl 2022

|

Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað

  Nýjustu flugfréttirnar

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn verður meðlimur í Star Alliance

5. júlí 2022

|

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

Metfjöldi farþega í júní hjá Ryanair og Wizz Air

4. júlí 2022

|

Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

Úr verkfræðihugleiðingum í flugnám

4. júlí 2022

|

Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

Vara við að verkfall flugmanna SAS geti haft gríðarleg áhrif

4. júlí 2022

|

Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00