flugfréttir

Möguleiki að sækja risaþotur úr geymslu til að anna eftirspurn

- Lufthansa sér fram á vanda í sumar vegna skorts á flugvallarstarfsfólki

5. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:06

Ein af Airbus A380 risaþotum Lufthansa í langtímageymslu

Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti á sama tíma og farþegum er að fjölga eftir heimsfaraldurinn.

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, fór með ávarp í dag er afkoma Lufthansa Group eftir fyrsta ársfjórðung var kynnt, og tók hann fram að bókanir hjá Lufthansa fyrir sumarið eru að verða fleiri en bókanirnar vorið 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á.

Vandinn sé hinsvegar sá að það er alvarlegur skortur að verða á starfsfólki á flugvöllum. „Við erum að leita leiða til að finna lausnir á þessum vanda en ég efast um að við finnum neina lausn fyrir sumarið“, segir Spohr.

Spohr segir að að hann sé þrátt fyrir þetta mjög bjartsýnn á framhaldið og gerir hann ráð fyrir að sætanýtingin meðal dótturfélaga Lufthansa Group verði í sumar um 75% af því sem var árið 2019.

Þá tekur hann fram að eftirspurnin sé ekki enn komin upp að þeim mörkum sem Lufthansa ráði ekki við og að seinkanir á afhendingum frá Boeing muni ekki hafa áhrif á rekstur félagsins. Bendir hann einnig á að Lufthansa sé ennþá með um fjórtán Airbus A380 risaþotur í geymslu á Spáni.

Lufthansa kom risaþotunum fyrir í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins og tilkynnti félagið þá að litlar líkur væru á því að risaþoturnar myndu snúa aftur í flotann. Nú hefur Boeing hinsvegar tilkynnt um tveggja ára seinkun á Boeing 777X þotunni og segir Spohr að mögulega verði Lufthansa því að dusta rykið af Airbus A380 þotunum og sækja þær frá Spáni.

Þá lagði Lufthansa einnig öllum Airbus A340-600 breiðþotunum sem eru einnig fjórtán talsins en félagið ætlar að taka sex af þeim til baka og verða þær komnar í notkun í júlí í sumar til þess að koma til móts við annasömustu mánuði sumarsins.  fréttir af handahófi

Grímuskylda afnumin í farþegaflugi vestanhafs

19. apríl 2022

|

Grímuskylda var í gær afnmunin í öllum almenningssamgöngum í Bandaríkjunum og á það einnig við um farþegaflug vestanhafs en dómari í Flórída kvað upp dóm í gær sem kveður á um að grímuskyldan hafi f

Stærsta flugvél heims eyðilögð í innrás Rússa á Antonov-flugvöll

27. febrúar 2022

|

Rússneski herinn er sagður hafa eyðilagt stærstu fraktflugvél heims, hina úkraínsku Antonov An-225 Mriya, í innrásinni í Úkraínu.

Telja líklegt að Boeing muni fresta 777X fram til ársins 2025

25. apríl 2022

|

Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.