flugfréttir
Möguleiki að sækja risaþotur úr geymslu til að anna eftirspurn
- Lufthansa sér fram á vanda í sumar vegna skorts á flugvallarstarfsfólki

Ein af Airbus A380 risaþotum Lufthansa í langtímageymslu
Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti á sama tíma og farþegum er að fjölga eftir heimsfaraldurinn.
Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, fór með ávarp í dag er afkoma Lufthansa Group eftir
fyrsta ársfjórðung var kynnt, og tók hann fram að bókanir hjá Lufthansa fyrir sumarið eru að verða
fleiri en bókanirnar vorið 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á.
Vandinn sé hinsvegar sá að það er alvarlegur skortur að verða á starfsfólki á flugvöllum. „Við erum að leita
leiða til að finna lausnir á þessum vanda en ég efast um að við finnum neina lausn fyrir sumarið“, segir Spohr.
Spohr segir að að hann sé þrátt fyrir þetta mjög bjartsýnn á framhaldið og gerir hann ráð fyrir að
sætanýtingin meðal dótturfélaga Lufthansa Group verði í sumar um 75% af því sem var árið 2019.
Þá tekur hann fram að eftirspurnin sé ekki enn komin upp að þeim mörkum sem Lufthansa ráði ekki við
og að seinkanir á afhendingum frá Boeing muni ekki hafa áhrif á rekstur félagsins. Bendir hann
einnig á að Lufthansa sé ennþá með um fjórtán Airbus A380 risaþotur í geymslu á Spáni.
Lufthansa kom risaþotunum fyrir í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins og tilkynnti félagið
þá að litlar líkur væru á því að risaþoturnar myndu snúa aftur í flotann. Nú hefur Boeing hinsvegar tilkynnt
um tveggja ára seinkun á Boeing 777X þotunni og segir Spohr að mögulega verði Lufthansa því að dusta
rykið af Airbus A380 þotunum og sækja þær frá Spáni.
Þá lagði Lufthansa einnig öllum Airbus A340-600 breiðþotunum sem eru einnig fjórtán talsins
en félagið ætlar að taka sex af þeim til baka og verða þær komnar í notkun í júlí í sumar til þess að
koma til móts við annasömustu mánuði sumarsins.


14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

25. apríl 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways undirbýr sig nú við að hefja flugrekstur með fyrstu Airbus A350-900 breiðþotunum.

8. apríl 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines segist vera tilbúið að hefja viðræður við JetBlue sem kom í vikunni með óvænt tilboð í félagið eftir að Spirit Airlines hafði tilkynnt fyrirhugaðan samr

5. júlí 2022
|
Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

4. júlí 2022
|
Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

4. júlí 2022
|
Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

4. júlí 2022
|
Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi