flugfréttir

Íhuga að færa höfuðstöðvarnar frá Chicago til Arlington

6. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:58

Frá höfuðstöðvum Boeing í Chicago í Bandaríkjunum

Sagt er að Boeing sé að íhuga að færa höfuðstöðvar fyrirtækisins frá Chicago til Arlington í Virginíu en þetta er haft eftir dagblaðinu The Wall Street Journal sem vitnað í ónafngreinda heimildarmenn.

Fram kemur að ástæðan fyrir fyrirhuguðum flutningi sé til þess að vera nær ríkisstjórn Bandaríkjanna í Washington DC og til að auðvelda öll þau samskipti sem framleiðandinn á við stjórnsýsluna.

Boeing hefur ekki staðfest flutninginn á höfuðstöðvunum en fram kemur að formleg tilkynning muni koma í næstu viku.

Boeing hefur haft höfuðstöðvar sínar í Chicago frá árinu 2001 en þá voru þær fluttar þangað frá Seattle-svæðinu þar sem helstu flugvélaverksmiðjur framleiðandans hafa verið frá upphafi.  fréttir af handahófi

Aeroflot fellir niður allt millilandaflug

6. mars 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur ákveðið að fella niður allt millilandaflug frá og með 8. mars næstkomandi að undanskildnu áætlunarflugi til Hvíta-Rússlands.

Embraer býður upp á að breyta E190 og E195 í fraktþotur

7. mars 2022

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur hrint úr vör verkefni þar sem til stendur að bjóða upp á breytta fraktútgáfu af Embraer E190 og E195 þotunum þar sem þessum farþegaþotum verður hægt að

FAA gefur út hæstu sekt sem um getur vegna flugdólgs

13. apríl 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út hæstu sekt sem gefin hefur verið út á hendur flugdólgi sem nemur alls 10,5 milljónum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.