flugfréttir
Ætla að auka afkastagetuna til muna í Alabama
- Stefna á þriðju verksmiðjuálmuna fyrir Airbus A320neo

Frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama
Afkastagetan í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama mun aukast til muna á næstunni en flugvélaframleiðandinn er með metnaðarfull áform um þann vöxt sem á eftir að eiga sér stað í Alabama á næstu árum.
Í dag er aðeins ein verksmiðjuálma í Alabama þar sem þotur af gerðinni Airbus A320 og A321 eru framleiddar og voru þegar áform um að bæta við annarri verksmiðjuálmu en nú eru komin áform um að taka í notkun þriðju álmuna á næstu árum þar sem þotur úr A320neo fjölskyldunni verða framleiddar.
„Airbus þarf að koma til móts við aukna eftirspurn eftir Airbus A320 með því að auka
afköst sín og þar á meðal er verið að líta til þess að auka afkastagetuna í verksmiðjunum
í Mobile í Alabama“, segir í afkomuskýrslu Airbus fyrir fyrsta ársfjórðung.
Richard Aboulafia, flugmálaráðgjafi hjá fyrirtækinu AeroDynamic Advisory, segir að markaðurinn
fyrir meðalstórar farþegarþotur sé gríðarlega sterkur og að þotur á borð við Airbus A321neo
eigi eftir að njóta mikilla vinsælda en markmiðið hjá Airbus er að vera með 70 prósent
af þeim markaði.
Airbus tók í notkun nýja verksmiðjuálmu í Mobile sem notuð hefur verið fyrir framleiðslu
á Airbus A220 þotunum en fyrsta skóflustungan að verksmiðjusvæðinu í Alabama var tekin
árið 2013 og voru verksmiðjurnar formlega teknar í notkun árið 2015.


21. mars 2022
|
Talið er að enginn hafi komist lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá kínverska flugfélaginu China Eastern Airlines fórst er hún var í innanlandsflugi í Kína í morgun.

29. mars 2022
|
Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

2. maí 2022
|
Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.