flugfréttir

Ætla að auka afkastagetuna til muna í Alabama

- Stefna á þriðju verksmiðjuálmuna fyrir Airbus A320neo

6. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama

Afkastagetan í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama mun aukast til muna á næstunni en flugvélaframleiðandinn er með metnaðarfull áform um þann vöxt sem á eftir að eiga sér stað í Alabama á næstu árum.

Í dag er aðeins ein verksmiðjuálma í Alabama þar sem þotur af gerðinni Airbus A320 og A321 eru framleiddar og voru þegar áform um að bæta við annarri verksmiðjuálmu en nú eru komin áform um að taka í notkun þriðju álmuna á næstu árum þar sem þotur úr A320neo fjölskyldunni verða framleiddar.

„Airbus þarf að koma til móts við aukna eftirspurn eftir Airbus A320 með því að auka afköst sín og þar á meðal er verið að líta til þess að auka afkastagetuna í verksmiðjunum í Mobile í Alabama“, segir í afkomuskýrslu Airbus fyrir fyrsta ársfjórðung.

Richard Aboulafia, flugmálaráðgjafi hjá fyrirtækinu AeroDynamic Advisory, segir að markaðurinn fyrir meðalstórar farþegarþotur sé gríðarlega sterkur og að þotur á borð við Airbus A321neo eigi eftir að njóta mikilla vinsælda en markmiðið hjá Airbus er að vera með 70 prósent af þeim markaði.

Airbus tók í notkun nýja verksmiðjuálmu í Mobile sem notuð hefur verið fyrir framleiðslu á Airbus A220 þotunum en fyrsta skóflustungan að verksmiðjusvæðinu í Alabama var tekin árið 2013 og voru verksmiðjurnar formlega teknar í notkun árið 2015.  fréttir af handahófi

Boeing 737-800 fórst í innanlandsflugi í Kína í morgun

21. mars 2022

|

Talið er að enginn hafi komist lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá kínverska flugfélaginu China Eastern Airlines fórst er hún var í innanlandsflugi í Kína í morgun.

Hans Liljendal nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia

29. mars 2022

|

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

Ætla eingöngu að ráða flugfreyjur en enga flugþjóna

2. maí 2022

|

Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.