flugfréttir
Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

Air Lease tilkynnti í lok apríl að fyrirtækið hefði ákveðið að afskrifa 21 flugvél sem eru staðsettar í Rússlandi
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga þrátt fyrir að leigusamningi við flugfélögin hafi verið rift.
Air Lease birti á dögunum afkomu sína eftir fyrsta ársfjórðung og gerði Steven Udvar-Hazy, forstjóri fyrirtækisins, grein fyrir því að þeir hafi í sumum tilfellum átt í viðskiptum við sum flugfélög í yfir 20 ár.
Udvar-Hazy segir að um leið og aðstæður breytast í Rússlandi þá gæti verið að einhverjar af þessum flugvélum
verði skilað til baka þar sem mörg rússnesk flugfélög vilja í örvæntingu halda rekstri sínum áfram og halda í viðskiptatengsl sín við flugvélaleigurnar og þá sérstaklega þegar um er að ræða
flugfélög í einkaeigu.
Air Lease tilkynnti í lok apríl að fyrirtækið hefði ákveðið að afskrifa 21 flugvél sem eru staðsettar
í Rússlandi en andvirði þeirra leigusamninga nema 104 milljarða króna sem samsvarar 3.4% af
flota fyrirtækisins.
Air Lease vinnur nú hörðum höndum að því að fá skaðabætur frá tryggingarfélögum vegna þeirra flugvéla sem hafa ekki verið skilað.


29. mars 2022
|
Búið er að taka aftur í notkun syðri flugstöðina á Gatwick-flugvellinum í London, South Terminal, en henni var lokað fyrir 21 mánuði síðan vegna heimsfaraldursins.

19. apríl 2022
|
Grímuskylda var í gær afnmunin í öllum almenningssamgöngum í Bandaríkjunum og á það einnig við um farþegaflug vestanhafs en dómari í Flórída kvað upp dóm í gær sem kveður á um að grímuskyldan hafi f

6. apríl 2022
|
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.