flugfréttir
Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

Air Lease tilkynnti í lok apríl að fyrirtækið hefði ákveðið að afskrifa 21 flugvél sem eru staðsettar í Rússlandi
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga þrátt fyrir að leigusamningi við flugfélögin hafi verið rift.
Air Lease birti á dögunum afkomu sína eftir fyrsta ársfjórðung og gerði Steven Udvar-Hazy, forstjóri fyrirtækisins, grein fyrir því að þeir hafi í sumum tilfellum átt í viðskiptum við sum flugfélög í yfir 20 ár.
Udvar-Hazy segir að um leið og aðstæður breytast í Rússlandi þá gæti verið að einhverjar af þessum flugvélum
verði skilað til baka þar sem mörg rússnesk flugfélög vilja í örvæntingu halda rekstri sínum áfram og halda í viðskiptatengsl sín við flugvélaleigurnar og þá sérstaklega þegar um er að ræða
flugfélög í einkaeigu.
Air Lease tilkynnti í lok apríl að fyrirtækið hefði ákveðið að afskrifa 21 flugvél sem eru staðsettar
í Rússlandi en andvirði þeirra leigusamninga nema 104 milljarða króna sem samsvarar 3.4% af
flota fyrirtækisins.
Air Lease vinnur nú hörðum höndum að því að fá skaðabætur frá tryggingarfélögum vegna þeirra flugvéla sem hafa ekki verið skilað.


7. apríl 2021
|
Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

26. apríl 2022
|
Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað

19. apríl 2022
|
Farþegaþotu af gerðinni Airbus A320neo frá easyJet var snúið til Portúgal á leið sinni frá Bretlandi til Marokkó eftir að flugstjóri þotunnar fór úr axlarlið í stjórnklefanum.

5. júlí 2022
|
Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

4. júlí 2022
|
Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

4. júlí 2022
|
Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

4. júlí 2022
|
Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi