flugfréttir

Pantanir í 46 þotur í apríl en hætt var við 34 þotur

11. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

Boeing fékk í apríl pantanir í 46 þotur en hætt var við 34 þotur í sama mánuði

Aðeins tólf flugvélar bættust við á pöntunarlista Boeing í aprílmánuði sem leið en flugvélaframleiðandinn fékk hinsvegar pantanir í 46 þotur í síðasta mánuði en á móti kemur að hætt var við pantanir í 34 þotur sem búið var að panta áður.

Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Boeing gaf út í gær en af þeim 46 þotum sem pantaðar voru í apríl þá eru 44 af þeim af gerðinni Boeing 737 MAX en meðal viðskiptavina eru flugvélaleigurnar AerCAp og Aviation Capital Group.

Einn ónefndur viðskiptavinur pantaði 28 Boeing 737 MAX þotur auk eins aðila sem pantaði Boeing Business Jet einkaþotuútgáfu af Boeing 737 MAX. Þá fékk framleiðandinn pöntun í tvær Boeing 777F fraktþotur frá óþekktum viðskiptavini.

Meðal þeirra 34 flugvéla sem voru afpantaðar eru 32 af gerðinni Boeing 737 MAX en það eru flugvélaleigurnar Air Lease, Aviation Captial og Malaysian Airlines sem hættu við pantanir sínar. Þá hætti AirCap við pöntun í tvær Boeing 787-10 Dreamliner-þotur.

Boeing afhenti 29 Boeing 737 MAX þotur í apríl en meðal þeirra sem tóku við þotunum eru 777 Partners, Air Canada, Air Lease, Alaska Airlines, Dubai Aerospace Enterprise, flyDubai, GOL, ICBC Leasing í Kína, Lynx Air, Oman Air, Ryanair, Southwest Airlines og TUI.  fréttir af handahófi

Júmbó-þotu meinað brottför vegna viðskiptahafta á Rússland

7. apríl 2022

|

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir að júmbó-fraktþota geti hafi sig til flugs frá Hahn-flugvellinum í Frankfurt vegna viðskiptaþvingana á Rússland.

Sérfræðingar frá Bandaríkjunum á leið til Kína vegna flugslyssins

31. mars 2022

|

Bandarískir flugslysasérfræðingar frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB), starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og sérfræðingar frá Boeing munu á næstu dögum halda til Kína til þ

Hætta flugi til 29 borga vegna skorts á flugmönnum

11. mars 2022

|

Bandaríska flugfélagið SkyWest Airlines ætlar að fella niður flug til 29 borga í Bandaríkjunum á næstu mánuðum þar sem að skortur er á flugmönnum til að fljúga flugvélum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.