flugfréttir
Pantanir í 46 þotur í apríl en hætt var við 34 þotur

Boeing fékk í apríl pantanir í 46 þotur en hætt var við 34 þotur í sama mánuði
Aðeins tólf flugvélar bættust við á pöntunarlista Boeing í aprílmánuði sem leið en flugvélaframleiðandinn fékk hinsvegar pantanir í 46 þotur í síðasta mánuði en á móti kemur að hætt var við pantanir í 34 þotur sem búið var að panta áður.
Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Boeing gaf út í gær en af þeim 46 þotum sem pantaðar voru í apríl þá eru 44 af þeim af gerðinni Boeing 737 MAX en meðal viðskiptavina eru flugvélaleigurnar AerCAp og Aviation Capital Group.
Einn ónefndur viðskiptavinur pantaði 28 Boeing 737 MAX þotur auk
eins aðila sem pantaði Boeing Business Jet einkaþotuútgáfu af Boeing 737 MAX. Þá fékk framleiðandinn pöntun í tvær Boeing 777F fraktþotur frá óþekktum viðskiptavini.
Meðal þeirra 34 flugvéla sem voru afpantaðar eru 32 af gerðinni Boeing 737 MAX en það eru flugvélaleigurnar Air Lease, Aviation Captial og Malaysian Airlines sem hættu við pantanir sínar. Þá hætti AirCap við pöntun í tvær Boeing 787-10 Dreamliner-þotur.
Boeing afhenti 29 Boeing 737 MAX þotur í apríl en meðal þeirra
sem tóku við þotunum eru 777 Partners, Air Canada, Air Lease, Alaska Airlines, Dubai Aerospace Enterprise, flyDubai, GOL, ICBC Leasing í Kína, Lynx Air, Oman Air, Ryanair, Southwest Airlines og TUI.


27. apríl 2022
|
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að greiða vinnutíma hjá flugfreyjum og flugþjónum fyrir þann tíma þegar farþegar eru að ganga um borð og koma sér fyrir en hingað til hefur greidd

11. apríl 2022
|
Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

5. júlí 2022
|
Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

4. júlí 2022
|
Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

4. júlí 2022
|
Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í með

4. júlí 2022
|
Stjórn SAS varar við verkfallsaðgerðum meðal flugmanna og segir flugfélagið að þessar aðgerðir séu mjög vanhugsaðar og eigi eftir að ógna afkomu SAS.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi