flugfréttir

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

- Fékk leiðbeindingar frá flugumferðarstjóra sem er einnig flugkennari

11. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:31

Skjáskot af lendingunni í fréttum á fréttastöðinni WPBF 25 News

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Flugvélin var af gerðinni Cessna 208 Caravan og var hún á leið til Palm Beach eftir flug frá Bahamaeyjum með tvo farþega innanborðs en þegar vélin var að nálgast strendur Flórída tilkynnti einn farþegi um borð að flugmaðurinn væri ekki lengur fær um að fljúga þar sem hann veiktist.

„Það er mjög alvarleg staða hérna. Flugmaðurinn er ekki í neinu ástandi og ég hef enga hugmynd um hvernig á að fljúga flugvél“, sagði farþeginn sem hafði samband við flugturninn í Palm Beach.

Einn flugumferðarstjóri, Robert Morgan að nafni, sem er einnig flugkennari, var staddur í flugturninum en hann var þó ekki á vakt. Hann var nýfarinn í burtu þegar ástandið kom upp og var hann beðinn um að koma strax aftur í turninn.

Flugvélin skömmu eftir að hún lenti á flugvellinum í Palm Beach í Flórída í gær

Morgan náði að leiðbeinda farþeganum hvernig hann ætti að stýra flugvélinni og byrjaði hann á því að spyrja farþegann hvort hann vissi hvar hann væri staddur.

„Ég hef enga hugmynd. Ég sé strendur Flórída fyrir framan mig en hef annars enga hugmynd“, svaraði farþeginn. Flugumferðarstjórinn bað hann um að halda áfram að ströndinni og fylgja henni svo annað hvort norðureftir eða suðureftir til þess að ná að koma auga á hann á ratsjá.

Morgan, sem hefur um 1.200 flugtíma að baki, hefur þó ekki reynslu af Cessnu 208 Caravan en hann prentaði út yfirlitsmynd af stjórnklefanum fyrir Caravan-vélina og leiðbeindi farþeganum skref fyrir skref hvað hann ætti að gera.

Robert Morgan með yfirlitsmynd af stjórnborðinu í Cessna 208 Caravan

Flugumferðarstjórinn var með farþeganum alla leið þar til kom að lendingu og fór hann með honum yfir það helsta og þau atriði sem hann yrði að hafa í hug til að lendingin myndi heppnast en meðal annars fór hann yfir mikilvægi þess að halda vængjunum láréttum og draga úr hraða vélarinnar í aðfluginu.

„Ég veit að flugvélin flýgur nákvæmlega eins og hver önnur flugvél. Ég þurfti bara að láta hann halda ró sinni, koma honum í átt að flugbrautinni og segja honum hvernig hann ætti að draga úr aflinu svo hann myndi ná að lækka flugið og lenda“, segir Morgan í viðtali við fréttastöðina CNN.

Robert Morgan (til vinstri) ásamt farþeganum

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá er flugvélin kemur inn til lendingar og er ekki annað hægt að segja að farþeginn hafi staðið sig framar vonum ef borið er saman við sambærileg atvik sem hafa átt sér stað þegar farþegi neyðist til að lenda flugvél vegna veikinda meðal flugmanns.

Heyra má á turntíðninni hvar flugmaður einn hjá American Airlines segir: „Sagðir þú að það hafi farþegi verið að lenda flugvélinni? - Guð minn góður. Vel gert“.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafið rannsókn á atvikinu og kemur fram að flugmaðurinn hefði veikst en ekki er tilgreint nánar hvað amaði að honum.

Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga