flugfréttir

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

- Venturi Aviation vinnur að hönnun á Echelon 01 rafmagnsflugvélinni

12. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Tölvugerð mynd af Echelon 01 rafmagnsflugvélinni sem á að koma á markað árið 2030

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Venturi Aviation segir að flugvélin verður samkeppnishæfari en aðrar rafmagnsflugvélar sem samkeppnisaðilar vinna að því að koma með á markaðinn og segir í yfirlýsingu að þetta verði að veruleika þrátt fyrir núverandi takmarkanir er kemur að hönnun og þróun á rafhlöðum fyrir slíkar flugvélar.

Flugvélin nefnist Echelon 01 og mun hún koma með flugdrægi upp á 300 nm (mílur) sem samsvarar 550 kílómetrum og verður hámarksflugtaksþungi hennar um 45 tonn sem er meira en helmingi meiri þyngd en skrúfuþota á borð við ATR 42-600.

Jan Willem Heinen, stofnandi Venturi Aviation, segir að mikil þróun sé að eiga sér stað í hönnun á rafhlöðum og að mögulega væri hægt að skipta um rafhlöður einu sinni á ári og því raunhæft að Echelon 01 flugvélin gæti flogið 1.000 kílómetra tíu árum síðar, eða árið 2040.

Heinen segir að mögulega muni fyrsta tilraunaflugvélin fljúga sitt fyrsta flug árið 2026 til 2027 og er mikilvægast að geta sannað að flugvélin sé örugg og geti flogið með þeirri rafhlöðutækni sem völ er á hverju sinni. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að skipta út rafhlöðum um leið og ný og betri rafhlaða kemur á markað hveru sinni sem hefur betri hleðslumöguleika án þess að vera þyngri en eldri útgáfan sem notuð var á undan.

Fyrirtækið hefur birt tölvugerðar myndir af Echelon 01 flugvélinni sem er útfærð með átta hreyflum en Heinen segir að það sé ekki endanleg ákvörðun og mögulegt að hreyflarnir verði ekki það margir.

  fréttir af handahófi

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Turkish með mesta sætaframboð í heimi í millilandaflugi

12. september 2022

|

Turkish Airlines er orðið stærsta flugfélag í heimi er kemur að sætaframboði í millilandaflugi en ekkert flugfélag í heiminum flýgur til eins margra landa og flugfélagið tyrkneska.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00