flugfréttir
Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands
- Umsóknarfrestur er til 29. júlí næstkomandi

Opið er fyrir umsóknir í einkaflugmannsnám, samtvinnað atvinnuflugnám og áfangaskipt atvinnuflugnám
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.
Samtvinnað atvinnuflugnám
Samtvinnað atvinnuflugnám er tilvalið fyrir þá sem eru með litla eða enga flugreynslu og
vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Námið hefst 29. ágúst og tekur um 24
mánuði að ljúka því, bóklegu og verklegu námi, frá upphafi til enda. Hámarkstími náms
samkvæmt reglugerð er 36 mánuðir frá upphafi og ber nemanda að ljúka því innan þess
tímaramma.
Samtvinnað atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands er krefjandi og faglegt nám frá fyrsta
degi. Það kallar á mikinn sjálfsaga nemenda og vinnu við að ná settu markmiði. Námið er
sniðið að þörfum þeirra sem stefna á frama sem atvinnuflugmenn þar sem nemendum er
fylgt eftir frá fyrstu flugferð að atvinnuflugmannsskírteini.
Að loknu námi öðlast nemendur
samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta
starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda. Skólinn heldur vel utan um
nemandann út námstímann og eru allir áfangar og flug (bókleg og verkleg þjálfun) skipulögð
fram í tímann.
Námið er lánshæft að hluta sem fjögurra anna nám hjá Menntasjóði námsmanna og er eina
lánshæfa flugnámið hér á landi hjá sjóðnum.
Ekki er þörf á einkaflugmannsskírteini til að geta hafið nám.
Áfangaskipt atvinnuflugnám
Áfangaskipt atvinnuflugnám er tilvalið fyrir þá sem eru með einkaflugmannsskírteini og vilja
taka þetta skrefinu lengra. Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands
hefst 2. ágúst 2022 og lýkur vorið 2023 (tvær annir). Að loknu bóklegu námi og skólaprófum
þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu.
Bóklegt
atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði og hefur nemandi þann tíma til að ljúka verklegu
atvinnuflugmannsnámi.
Einkaflugnám
Einkaflugnám er ætlað þeim sem vilja verða einkaflugmenn og vilja stunda sjónflug á litlum
einshreyfils flugvélum, sér og farþegum sínum til ánægju. Einkaflugnám getur líka verið
fyrsta skref í átt að atvinnuflugmannsréttindum ef áfangaskipt atvinnuflugnám hentar betur.
Námið er unnið í samræmi við samevrópskar reglur um flugnám, sem innleiddar eru á Íslandi
frá Öryggisstofnun Evrópu (EASA) í gegnum EES-samninginn. Að loknu einkaflugnámi, öðlast
nemandi samevrópsk einkaflugmannsréttindi (Part-FCL flugskírteini), sem veitir réttindi til að
fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim.
Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.
Bóklegt nám til einkaflugmannsréttinda hefst 29. ágúst og tekur 10 vikur samtals með prófum og stendur yfir til 4. nóvember 2022.
Allar nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Flugakademíu Íslands


3. maí 2022
|
Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn samdrátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþeg

7. apríl 2021
|
Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

8. apríl 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines segist vera tilbúið að hefja viðræður við JetBlue sem kom í vikunni með óvænt tilboð í félagið eftir að Spirit Airlines hafði tilkynnt fyrirhugaðan samr

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.