flugfréttir

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

- Umsóknarfrestur er til 29. júlí næstkomandi

13. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:11

Opið er fyrir umsóknir í einkaflugmannsnám, samtvinnað atvinnuflugnám og áfangaskipt atvinnuflugnám

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Samtvinnað atvinnuflugnám

Samtvinnað atvinnuflugnám er tilvalið fyrir þá sem eru með litla eða enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu. Námið hefst 29. ágúst og tekur um 24 mánuði að ljúka því, bóklegu og verklegu námi, frá upphafi til enda. Hámarkstími náms samkvæmt reglugerð er 36 mánuðir frá upphafi og ber nemanda að ljúka því innan þess tímaramma.

Samtvinnað atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands er krefjandi og faglegt nám frá fyrsta degi. Það kallar á mikinn sjálfsaga nemenda og vinnu við að ná settu markmiði. Námið er sniðið að þörfum þeirra sem stefna á frama sem atvinnuflugmenn þar sem nemendum er fylgt eftir frá fyrstu flugferð að atvinnuflugmannsskírteini.

Að loknu námi öðlast nemendur samevrópskt atvinnuflugmannsskírteini, ásamt öllum þeim réttindum sem til þarf, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður hjá evrópskum flugrekanda. Skólinn heldur vel utan um nemandann út námstímann og eru allir áfangar og flug (bókleg og verkleg þjálfun) skipulögð fram í tímann.

Námið er lánshæft að hluta sem fjögurra anna nám hjá Menntasjóði námsmanna og er eina lánshæfa flugnámið hér á landi hjá sjóðnum.

Ekki er þörf á einkaflugmannsskírteini til að geta hafið nám.

Áfangaskipt atvinnuflugnám

Áfangaskipt atvinnuflugnám er tilvalið fyrir þá sem eru með einkaflugmannsskírteini og vilja taka þetta skrefinu lengra. Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands hefst 2. ágúst 2022 og lýkur vorið 2023 (tvær annir). Að loknu bóklegu námi og skólaprófum þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. 

Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði og hefur nemandi þann tíma til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi.

Einkaflugnám

Einkaflugnám er ætlað þeim sem vilja verða einkaflugmenn og vilja stunda sjónflug á litlum einshreyfils flugvélum, sér og farþegum sínum til ánægju. Einkaflugnám getur líka verið fyrsta skref í átt að atvinnuflugmannsréttindum ef áfangaskipt atvinnuflugnám hentar betur.

Námið er unnið í samræmi við samevrópskar reglur um flugnám, sem innleiddar eru á Íslandi frá Öryggisstofnun Evrópu (EASA) í gegnum EES-samninginn. Að loknu einkaflugnámi, öðlast nemandi samevrópsk einkaflugmannsréttindi (Part-FCL flugskírteini), sem veitir réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds víða um heim.

Einkaflugmannsnám er bæði skemmtilegt og krefjandi nám sem skiptist í bóklegt nám og verklegt nám.

Bóklegt nám til einkaflugmannsréttinda hefst 29. ágúst og tekur 10 vikur samtals með prófum og stendur yfir til 4. nóvember 2022.

Allar nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Flugakademíu Íslands







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga