flugfréttir

Úr verkfræðihugleiðingum í flugnám

4. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

Anthony Stefán Martinsson segist gjarnan vilja verða kennari sjálfur í bóklegu og kennt nýjum flugmönnum eins og honum var kennt

Anthony Stefán Martinsson útskrifaðist með glæsibrag á dögunum úr bóklegu atvinnuflugnámi hjá Flugakademíu Íslands og hlaut hann verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur en Anthony var með 9,48 í meðaleinkunn og fékk hann gjöf frá Icelandair og Play í verðlaun.

Við fengum Anthony til okkar í viðtal og fengum að vita hvað liggur á bakvið flugáhugann, árangurinn og hver framtíðarplön hans eru.

Anthony er 21 árs gamall, fæddur og uppalinn á höfuðborgarsvæðinu, og smitaðist hann snemma af flugbakteríunni. ,,Við fjölskyldan ferðuðumst mikið þegar ég var ungur og besti parturinn af ferðinni fyrir mig var flugvélin. Það byrjaði með forvitni yfir því hvort við myndum fljúga Airbus eða Boeing og hægt og rólega byrjaði ég að þekkja tegundirnar.

Síðan var ég komin á þann stað að geta þekkt hverskonar flugvél þetta var bara við það að sjá stjórnklefann. Núna gæti ég áttað mig á tegund véla bara við það að sjá vænginn. Ég er það mikið flugnörd að vinir mínir passa sig á að nefna ekki neitt flugtengt því þeir vita að þá hætti ég ekki að tala“ sagði Anthony léttur í bragði.

Anthony byrjaði upphaflega í einkaflugnámi fyrir rúmum þremur árum en færði sig svo yfir í samtvinnaða atvinnuflugnámið. „Mér fannst það hentugra því ekki þarf eins marga tíma í loftinu til þess að fá atvinnuréttindin“. Samtvinnað atvinnuflugnám er gríðarlega krefjandi nám þar sem farið er yfir mikið efni á stuttum tíma frá engri reynslu yfir í atvinnuflugmannsréttindi.

Anthony tók því þá ákvörðun að flytja á Ásbrú, „það var klárlega út fyrir þægindarammann að flytja frá vinum og fjölskyldu en það góða við þetta var að þegar ég setti símann á „do not disturb“ var ég algjörlega laus við áreiti og náði því að einbeita mér vel að lærdómnum. Það truflaði mig ekki neitt né neinn þarna“.

Verðlaunin komu Anthony að óvörum þrátt fyrir að vita að vel hafi gengið. Hann segist jafnan ekki hafa verið besti nemandinn í menntaskóla en alltaf hafi gengið vel í eðlisfræði og stærðfræði. „Ég var alltaf mjög sterkur í eðlisfræði og stærðfræði en metnaðurinn hvarf fljótt í öðrum áföngum. En með áhuga á námsefninu gengur allt miklu betur. Úr atvinnuflugnáminu mun ég þó seint gleyma áfanganum „lög og reglur um loftferðir“ og er ég ennþá með matraðir frá þessum áfanga en þetta hafðist á endanum.“

Aðspurður um lykilinn að velgengni sinni í náminu segir hann að umhverfið, metnaðurinn og áhuginn spili þar mest inn í. „Á Ásbrú var ég laus við áreiti og átti auðveldara með að læra. Ég skipulagði mig vel og var með sérstakt lærdómsvæði sem var heilagt. Ef ég settist niður við skrifborðið byrjaði ég að læra og ef ég var ekki að læra mátti ég ekki sitja við skrifborðið. Ég var með einfalda rútínu allt námið og byrjaði alltaf á því að fara yfir efni dagsins að skóladegi loknum.

Eftir það tók ég tvær klukkustundir í pásu til að gera eitthvað sem var ekkert tengt náminu og eftir það fór ég yfir efni morgundagsins. Ég var einnig duglegur að taka kvöldgöngur í grennd við flugvöllinn til að minna mig á af hverju ég væri í þessu námi. Ég nýtti svo helgarnar í að vinna upp ef þurfti en passaði mig á að eiga algjört frí eftir skóla á föstudögum“.

Fyrsti flugmaðurinn í fjölskyldunni

Anthony er fyrsti flugmaðurinn í fjölskyldunni sinni. „Það eru margir verkfræðingar í minni fjölskyldu og enginn flugmaður þannig ég er sá fyrsti. Eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla á náttúrufræði/eðlisfræðilínu stefndi ég fyrst á eitthvað tengt verkfræði.

Ég vissi ekki einu sinni hverskonar verkfræði og áttaði mig á því að áhuginn lægi kannski ekki þar fyrst ég gaf mér ekki einu sinni tíma í að fræða mig um það. Ég settist svo niður við eldhúsborðið eitt kvöldið með foreldrum mínum og sagði þeim að ég ætlaði að verða atvinnuflugmaður.

Mamma tók vel í það en það tók pabba lengri tíma þar sem honum fannst ég of ungur. Það borgar sig alltaf að elta sína eigin drauma þannig viku seinna sótti ég um atvinnuflugnámið og var svo byrjaður tveimur mánuðum seinna“.

Bestu kennarar sem ég hef fengið

Að sögn Anthony er það fólkið í skólanum sem skilur mest eftir sig, bæði nemendur og starfsfólk. „Fólkið gerði skólann fyrir mig, þetta var á tímabili orðið heimilið mitt. Ég kynntist svo yndislegum kennurum sem ég mun örugglega aldrei gleyma, þetta voru bestu kennarar sem ég hef fengið.

Kennararnir voru partur af bekknum sem var ómetanlegt. Námið sameinaði okkur nemendurnar gríðarlega og líður okkur eins og við höfum farið í gegnum stríð saman eftir þetta tímabil. Tengingarnar hverfa seint og deilum við að sjálfsögðu sama áhuga á flugi. Við erum eins og lítil fjölskylda“.

Anthony segir jafnframt að Flugakademían hafi kennt sér mikið og þroskað sig sem einstakling. „Þetta snýst ekki bara um flugið sjálft hjá Flugakademíunni, það er líka skilningurinn og virðingin sem skiptir miklu máli. Í þessum bransa munt þú vinna með mikið af mismunandi fólki með mismunandi persónuleika og þá er gríðarlega mikilvægt að geta sýnt skilning og virðingu.“

Næst á dagskrá hjá Anthony er að klára bindflugs- og tveggja hreyfla flugtímana og er draumurinn að starfa við að fljúga þotum. „Mig hefur alltaf dreymt um að fljúga B757-200 en held satt best að segja að hún sé orðin aðeins of gömul fyrir mig þannig held að ég verði á B737-800 MAX í framtíðinni en hver veit.

Síðan myndi ég líka gjarnan vilja verða kennari sjálfur í bóklegu og kennt nýjum flugmönnum eins og mér var kennt“ segir Anthony að lokum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga