flugfréttir

Ekki sama holskeflan af pöntunum og verið hefur áður

22. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 13:15

Boeing 777-9 á Farnborough-flugsýningunni

Ekki hefur farið fyrir neinni holskeflu af pöntunum í nýja flugvélar á Farnborough-flugsýningunni á Englandi líkt og oft hefur verið á fyrri flugsýningum.

Í frétt frá fréttamiðlinum Flightglobal kemur fram að ekki hafi verið gerðar eins margar pantanir og margir áttu von á og þá fór lítið fyrir stórum pöntunum frá asískum flugfélögum á borð við flugfélögum á Indlandi og í suðausturhluta Asíu sem hafa vanalega komið með stórar pantanir.

Meðal þeirra pantanna sem voru hvað mest áberandi á Farnborough var pöntun frá Delta Air Lines í 100 Boeing 737 MAX þotur og pöntun Qatar Airways í 25 þotur sömu gerðar en aðrar pantanir voru töluvert minni.

Christian Scherer, sölustjóri Airbus, benti á sl. miðvikudag að framleiðandinn sé komin með nýjar pantanir í yfir 500 þotur á þessu ári og séu menn þar á bæ mjög ánægðir með þá tölu og þá bendir hann á að viðræður hafi farið fram á bakvið tjöldin á sýningunni við marga viðskiptavini.

Fram kemur að á vissan hátt sé hófsemi í fjölda pantanna á flugsýningum vanalega merki um eðlilegri þróun og komi það ekki á óvart þegar flugiðnaðurinn sé að koma sér upp úr umhverfi sem hefur einkennst af einum skæðasta heimsfaraldri sem haft hefur áhrif á flugiðnaðinn.

Scott Kirby, framkvæmdarstjóri Southwest Airlines, kom inn á svipaða hluti sl. miðvikudag er flugfélagið tilkynnti um afkomu sína eftir annan ársfjórðung og nefndi hann að þótt það sé mjög jákvætt að tölurnar væru aftur komnar yfir í hagnað þá sé nauðsynlegt að vera undirbúinn fyrir þrjá áhættuþætti sem gætu orðið krefjandi næstu 18 mánuðina.

Þeir þættir eru krefjandi aðstæður í rekstri flugfélaga sem takmarkar framboð, himinhátt eldsneytisverð og auknar líkur á efnahagslægð á ýmsum mörkuðum.

  fréttir af handahófi

FAA uppfærir flugöryggisstuðul Malasíu aftur í 1. flokk

3. október 2022

|

Flugöryggi í Malasíu er aftur komin í fyrsta flokk að mati bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hafa uppfært öryggisstuðul landsins á ný upp í Category 1.

Flugmenn hjá Eurowings hefja sólarhringsverkfall

6. október 2022

|

Flugmenn hjá þýska flugfélaginu Eurowings lögðu niður störf sín í dag eftir að ákveðið var að hefja eins dags verkfallsaðgerðir þann 6. október.

Hefja þjálfun flugmanna með sýndarveruleikatækni frá Airbus

9. nóvember 2022

|

Lufthansa Group mun á næstunni taka við nýrri tækni þar sem hægt verður að þjálfa áhafnir á farþegaþotur í flota dótturfélaganna með aðstoð sýndarveruleika.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00