flugfréttir

Aeroflot ætlar að panta yfir 300 rússneskar flugvélar

29. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Flugvélar í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu

Flugfélagið Aeroflot hefur lýst því yfir að til standi að leggja inn pöntun til rússneskra flugvélaframleiðenda í yfir 300 flugvélar sem er hluti af stefnu Aeroflot að losa sig við vestrænar flugvélar og skipta alfarið yfir í rússneskar flugvélar.

Sergei Aleksandrovsky, framkvæmdarstjóri Aeroflot, segir að það sé í algjörum forgangi hjá flugfélaginu að panta um 323 flugvélar á næstunni en 73 flugvélar verða af gerðinni Sukhoi Superjet 100 og þá stendur til að panta 210 flugvélar frá Irkut af gerðinni MC-21 og 40 af gerðinni Tu-214 frá Tupolev.

Aleksandrovsky lýsti þessu yfir eftir fund sem hann átti með Vladimir Pútin, forseta Rússlands, á dögunum en ekki var gefin upp neinn tímarammi varðandi pöntunina.

Fram kemur að í kjölfarið sé þörf á umfangsmiklu vinnuafli og er haft eftir Aleksandrovsky að um 3.500 flugmenn verða ráðnir til starfa auk þess sem teknir verða í notkun átta flughermar.

Fyrstu viðræður um fyrirhugaða pöntun á 300 flugvélum áttu sér stað í júní í sumar þegar ljóst var að Rússar myndu ekki lengur hafa aðgang að vestrænum flugvélum vegna viðskiptabanns sem sett var á Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Eftirspurn eftir innanlandsflugi í Rússlandi hefur haldist stöðug að undanförnu og aukist ef eitthvað er en Aeroflot og dótturfélögin Rossiya og Pobeda hafa til að mynda aukið framboð sín á flugi milli Moskvu og Pétursborgar úr 31 flugferði á dag upp í 45 flugferðir.  fréttir af handahófi

Flugmenn hjá Qatar Airways þora ekki að tilkynna þreytu

8. september 2022

|

Flugmenn hjá flugfélaginu Qatar Airways hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þreytu sem er orðið útbreitt vandamál meðal flugmanna hjá félaginu.

Alliance í Ástralíu selur allar Fokker 50 flotann

8. ágúst 2022

|

Ástralska flugfyrirtækið Alliance Aviation hefur hætt með allar Fokker 50 flugvélarnar fimm og hafa þær að auki þess verið seldar og afhentar til nýrra eigenda.

Tvær Fokker 50 skemmast í lendingu í Afríku á 3 dögum

18. júlí 2022

|

Síðastliðna tvo sólarhringa hafa tvær Fokker 50 flugvélar skemmst við lendingu í Afríku en fyrra skiptið átti sér stað í Súdan sl .laugardag en seinna atvikið átti sér stað í Sómalíu í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.