flugfréttir
Skyldunotkun á nýjum neyðarsendi frestað af EASA

Til stóð að evrópsk flugfélög mundu taka nýja búnaðinn í gagnið fyrir 1. janúar á næsta ári
Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) hefur ákveðið að fresta því að skylda flugfélög til þess að setja upp sérstakan búnað um borð í farþegaflugvélar sem sendir frá sér sjálfkrafa upplýsingar um staðsetningar með reglulegu millibili ef upp kemur neyðartilvik um borð.
Ástæðan fyrir því að EASA frestar innleiðingu á kerfinu er sögð vera vegna
þeirra áhrifa sem heimsfaraldurinn hefur haft á afhendingar á búnaðinum
en kerfið, sem er bæði neyðarsendir og neyðarstaðsetningarkerfi, verður
gerður að skyldubúnaði fyrir allar þær flugvélar sem hafa hámarksflugtaksþunga
upp á 27 tonn eða meira og er miðað við þær flugvélar sem hafa lofthæfisvottun
sem gefið er út eftir 1. janúar 2023.
Slíkir sendar munu gefa upp nákvæma staðsetningu á 60 sekúndna fresti
eftir að upp kemur neyðartilvik en tilgangurinn er að auðvelda
leit og björgun svo að hægt sé að staðsetja flugvélina í kjölfar flugslyss og þá
sérstaklega á afskekktum svæðum og yfir höfum.
Margir flugvélaframleiðendur hafa farið fram á að þessu verkefni
verði slegið á frest og í yfirlýsingu frá EASA kemur fram að flugvélaframleiðendur
hafa greint frá miklum seinkunum er kemur að vottun á nýjum flugvélum og
sé þörf á meira svigrúmi til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru vegna
búnaðarins.
EASA segir að heimsfaraldurinn hafi gert það að verkum að seinkun sé á
afhendingum á bilinu 700 til 1.000 nýjum flugvélum á þessu ári sem hafa
verið smíðaðar án þess að búnaðurinn hefur verið settur upp.
Margar af þessum fflugvélum hafa verið í langtímageymslu og verða afhentar
eftir 1. janúar á næsta ári og segir EASA að margar af þessum vélum
verða afhentar til flugfélaga í Evrópu og þurfi því meiri tíma til þess að huga
að uppsetningu en tímamörkin gera ráð fyrir.
Þá segir einnig að þótt að búnaðurinn væri komin upp og myndi senda
frá sér neyðarmerki þá sé ekki enn búið að aðlaga það kerfi
sem björgunaraðilar munu notast við til þess að taka á móti neyðarkalli.
Fyrirhugað kerfi mun senda frá sér boð áður en flugslys hefur átt sér stað
en núverandi móttökubúnaður tekur við boðum frá hefðbundnum neyðarsendi
sem fer í gang eftir að flugslys hefur orðið og sé enn verið að vinna að uppsetningu
á móttöku á þeið boðum þar sem búnaðurinn mun styðjast við aðra tegund
af tækni.
EASA segir að það gæti tekið nokkra mánuði að gera slíkt kerfi klárt
og sé það tillaga stofnunarinnar að framlengja dagsetninguna um eitt ár
til 1. janúar 2024.
EASA segir að stofnunin geri sér grein fyrir þeim neikvæðu viðhorfum
sem þetta gæti valdið er kemur að flugöryggi en bendir á að atvik þar
sem stórar flugvélar lenda í alvarlegu neyðartilviki yfir úthafi eru sjaldgæf.


4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.