flugfréttir

Skyldunotkun á nýjum neyðarsendi frestað af EASA

1. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Til stóð að evrópsk flugfélög mundu taka nýja búnaðinn í gagnið fyrir 1. janúar á næsta ári

Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) hefur ákveðið að fresta því að skylda flugfélög til þess að setja upp sérstakan búnað um borð í farþegaflugvélar sem sendir frá sér sjálfkrafa upplýsingar um staðsetningar með reglulegu millibili ef upp kemur neyðartilvik um borð.

Ástæðan fyrir því að EASA frestar innleiðingu á kerfinu er sögð vera vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldurinn hefur haft á afhendingar á búnaðinum en kerfið, sem er bæði neyðarsendir og neyðarstaðsetningarkerfi, verður gerður að skyldubúnaði fyrir allar þær flugvélar sem hafa hámarksflugtaksþunga upp á 27 tonn eða meira og er miðað við þær flugvélar sem hafa lofthæfisvottun sem gefið er út eftir 1. janúar 2023.

Slíkir sendar munu gefa upp nákvæma staðsetningu á 60 sekúndna fresti eftir að upp kemur neyðartilvik en tilgangurinn er að auðvelda leit og björgun svo að hægt sé að staðsetja flugvélina í kjölfar flugslyss og þá sérstaklega á afskekktum svæðum og yfir höfum.

Margir flugvélaframleiðendur hafa farið fram á að þessu verkefni verði slegið á frest og í yfirlýsingu frá EASA kemur fram að flugvélaframleiðendur hafa greint frá miklum seinkunum er kemur að vottun á nýjum flugvélum og sé þörf á meira svigrúmi til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru vegna búnaðarins.

EASA segir að heimsfaraldurinn hafi gert það að verkum að seinkun sé á afhendingum á bilinu 700 til 1.000 nýjum flugvélum á þessu ári sem hafa verið smíðaðar án þess að búnaðurinn hefur verið settur upp.

Margar af þessum fflugvélum hafa verið í langtímageymslu og verða afhentar eftir 1. janúar á næsta ári og segir EASA að margar af þessum vélum verða afhentar til flugfélaga í Evrópu og þurfi því meiri tíma til þess að huga að uppsetningu en tímamörkin gera ráð fyrir.

Þá segir einnig að þótt að búnaðurinn væri komin upp og myndi senda frá sér neyðarmerki þá sé ekki enn búið að aðlaga það kerfi sem björgunaraðilar munu notast við til þess að taka á móti neyðarkalli.

Fyrirhugað kerfi mun senda frá sér boð áður en flugslys hefur átt sér stað en núverandi móttökubúnaður tekur við boðum frá hefðbundnum neyðarsendi sem fer í gang eftir að flugslys hefur orðið og sé enn verið að vinna að uppsetningu á móttöku á þeið boðum þar sem búnaðurinn mun styðjast við aðra tegund af tækni.

EASA segir að það gæti tekið nokkra mánuði að gera slíkt kerfi klárt og sé það tillaga stofnunarinnar að framlengja dagsetninguna um eitt ár til 1. janúar 2024.

EASA segir að stofnunin geri sér grein fyrir þeim neikvæðu viðhorfum sem þetta gæti valdið er kemur að flugöryggi en bendir á að atvik þar sem stórar flugvélar lenda í alvarlegu neyðartilviki yfir úthafi eru sjaldgæf.  fréttir af handahófi

Flugakademían kynnir flugnám í samstarfi við Icelandair

8. september 2022

|

Í næstu viku mun fara fram sameiginleg kynning á vegum Flugakademíu Íslands og Icelandair á atvinnuflugmannsnámi fyrir þá sem vilja kynna sér flugnám.

Fresta því að auka afköst upp á 65 A320neo þotur á mánuði

27. júlí 2022

|

Airbus hefur ákveðið að fresta áformum um fyrirhugaða aukna afkastagetu í framleiðslu á Airbus A320neo þotum vegna ótta við þá stöðu hjá birgjum og þeim framleiðendum sem smíða íhluti í þoturnar.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.