flugfréttir
Turkish með mesta sætaframboð í heimi í millilandaflugi
- 14 prósent fleiri farþegar í sumar en fyrir heimsfaraldurinn

Flugfloti Turkish Airlines
Turkish Airlines er orðið stærsta flugfélag í heimi er kemur að sætaframboði í millilandaflugi en ekkert flugfélag í heiminum flýgur til eins margra landa og flugfélagið tyrkneska.
Turkish Airlines sló met í júlí og í ágúst er flugfélagið jók sætaframboð sitt um 14% en í hvorugum mánuðinum
fyrir sig ferðuðust 7.8 milljónir farþega með félaginu sem er meiri fjöldi en flaug með flugfélaginu á sama tíma fyrir heimsfaraldurinn
árið 2019.
Ahmet Bolat, forstjóri Turkish Airlines, segist vera mjög ánægður með þann árangur að flugfélagið hafi náð
með svo skömmum tíma að endurheimta farþegafjöldann árið 2019 og gott betur og þakkar hann meðal annars
þeim 65.000 starfsmönnum sem starfa hjá Turkish Airlines.
„Á meðan flest flugfélög í heiminum voru með 19 prósent færri farþega að meðaltali samanborið við árið 2019
þá vorum við með 14% fleiri farþega í ágúst. Við erum með því orðið stærsta flugfélag í heimi er kemur að
fjölda flugsæta sem í boði eru í millilandaflugi.
Turkish Airlines flýgur í dag til 340 áfangastaða í 129 löndum en af þeim eru 53 í innanlandsflugi og 287
áfangastaðir í millilandaflugi og hefur flugfélagið 388 flugvélar í flota sínum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.