flugfréttir

Air India tekur aftur í notkun Boeing 777-200LR þotur

- Stækka flugflotann - 30 þotur væntanlegar fram á næsta vor

12. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:25

Air India hafði áður Boeing 777-200LR þotur í flotanum en hætti með þær kringum árið 2015

Indverska flugfélagið Air India ætlar að innleiða 30 farþegaþotur á næstu mánuðum í tengslum við aukin umsvif eftir heimsfaraldurinn.

Flugfélagið indverska ætlar að taka á leigu fimm langdrægar Boeing 777-200LR breiðþotur og 25 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrstu þoturnar verða teknar í notkun seint á þessu ári og er um að ræða viðamestu stækkun á flugflota hjá Air India síðan að félagið Tata Group tók við rekstri flugfélagsins en flotinn mun við þetta stækka um 25 prósent.

Fyrstu Boeing 777-200LR þoturnar koma í flotann í desember og verða þær síðustu afhentar í mars á næsta ári en þær verða meðal annars notaðar í áætlunarflugi frá Mumbai til New York og til San Francisco.

Air India hafði áður haft Boeing 777-200LR þoturnar í flota sínum en hætti með þær um miðjan seinasta áratug í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 auk þess sem hátt eldsneytisverð hafði mikil áhrif á rekstur þeirra.

Fyrstu þoturnar úr A320neo fjölskyldunni verða afhentar félaginu eftir áramót og er um að ræða fjórar Airbus A321neo þotur sem félagið fær fyrst og þá verður 21 þota til viðbótar af þeirri gerð afhent með vorinu.

Air India hefur ekki gefið upp hvaða flugvélaleiga það er sem leigir þeim flugvélarnar þrjátíu en Champbell Wilson, framkvæmdarstjóri flugfélagsins, segir að það sé mikil ánægja að loksins sé komið að því að umsvif Air India fara að aukast eftir stöðnun í vexti í nokkur ár.

  fréttir af handahófi

Slökkviliðsbíl ók í veg fyrir Airbus-þotu í flugtaksbruni

18. nóvember 2022

|

Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir farþegaþotu sem var í flugtaki á flugvellinum í Lima í Perú í kvöld er þotan var að hefja brottför til borgarinnar Juliaca í suðurhluta landsins.

Frestur til að fá vottun fyrir 737 MAX 7 á þessu ári að renna út

24. október 2022

|

Boeing mun að öllum líkindum ekki ná að fá í hendurnar flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 7 þotuna fyrir lok ársins eins og vonir voru bundnar við en um er að ræða minnstu útgáfuna af 737 MAX þot

Skortur á stjórnklefagluggum fyrir nýjar Boeing 787 þotur

31. október 2022

|

Skortur er af ýmsu tagi af íhlutum fyrir nýjar farþegaþotur en framkvæmdarstjóri Lufthansa bendir á að töf hefur orðið á afhendingum á nýjum Dreamliner-þotum til flugfélagsins þýska þar sem skortur e

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

Air India undirbýr risapöntun í allt að 300 þotur

23. nóvember 2022

|

Air India er sagt vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus varðandi risastóra pöntun í allt að 300 nýjar farþegaþotur en flugfélagið indverska vinnur nú að því að auka umsvif sína í kjölfar heimsfar

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00