flugfréttir

Færri pantanir hjá Boeing í ágúst samanborið við júlí

14. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 10:12

Boeing fékk pantanir í 30 flugvélar í ágústmánuði síðastliðnum samanborið við 130 flugvélar í júlí

Boeing fékk færri pantanir í ágústmánuði síðastliðnum miðað við júlímánuð með pantanir upp á 30 flugvélar samanborið við 130 flugvélar í júlí en afbókunum fækkaði þó og var aðeins hætt við pantanir í fjórar flugvélar í ágúst.

Hinsvegar þá afhenti Boeing fleiri flugvélar í ágúst sem má rekja til þess að Boeing byrjaði aftur að afhenda Dreamliner-þotur eftir 22 mánaða langt hlé auk þess sem fleiri Boeing 737 MAX þotur voru afhentar.

Meðal þeirra pantanna sem Boeing fékk í ágúst voru þrettán Boeing 737 MAX þotur, tvær pantaðar af American Airlines og ellefu þotur sem pantaðar voru frá öðrum viðskiptavinum.

Þá fékk Boeing pöntun í fimm Boeing 787-9 þotur frá AerCap flugvélaleigunni írsku, átta Boeing 767 fraktþotur voru pantaðar af UPS (United Parcel Service) og fjórar KC-46 eldsneytisflugvélar voru pantaðar frá Ísrael.

Meðal afbókanna þá hætti Aerolineas Argentinas við eina Boeing 737 MAX þotu, kínverska flugfélagið Okay Airways hætti við tvær 737 MAX þotur og óþekktur viðskiptavinur hætti við eina Boeing 737 MAX þotu.

Pöntunarlisti Boeing, yfir þær flugvélar sem framleiðandinn á eftir að smíða, telur í dag 4.361 flugvél sem samanstendur af 3.550 Boeing 737 MAX vélum, þremur af gerðinni Boeing 747, 104 af gerðinni Boeing 767, 302 af gerðinni Boeing 777 og þá á framleiðandinn eftir að smíða 402 Dreamliner-þotur.  fréttir af handahófi

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Skyldunotkun á nýjum neyðarsendi frestað af EASA

1. september 2022

|

Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) hefur ákveðið að fresta því að skylda flugfélög til þess að setja upp sérstakan búnað um borð í farþegaflugvélar sem sendir frá sér sjálfkrafa upplýsingar um staðsetn

Var í 6 fetum frá jörðu vegna rangra upplýsinga um QNH

12. júlí 2022

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur greint frá því að mjög litlu hafi munað að farþegaþota af gerðinni Airbus A320 hafi rekist í jörðina í aðflugi að Charles de Gaulle flugvellinum í París

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.