flugfréttir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

- Bocharov vill að flugmenn geti séð um viðhald á flugvélunum sjálfir

14. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 21:10

Farþegaþota frá Aeroflot í viðhaldsskýli á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þetta sagði Bocharov er hann hélt ávarp á Eastern Economic Forum ráðstefnunni sem fram fór í rússnesku borginni Vladivostok í seinustu viku.

Bocharov lagði til að samgönguráðuneyti Rússlands ætti að efla flugmenn og tvöfalda hlutverk þeirra með því að hvetja þá til þess að sækja sér flugvirkjamenntun svo þeir geti bæði verið flugmenn og flugvirkjar.

Ráðherrann greindi einnig frá því að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið ásamt samgönguráðuneytinu væri að undirbúa nýja stefnu til þess að viðhalda lofthæfi á þeim fjölmörgu tegundum af flugvélum sem eru í notkun í áætlunarflugi í Rússlandi.

Mörg viðhaldsfyrirtæki hafa sagt upp flugvirkjum í kjölfar viðskiptaþvinganna sem sett voru á Rússa fyrr á þessu ári

Hluti af þeirri stefnu er að gefa leyfi fyrir því að flugmenn geti gert við flugvélar og séð um viðhaldsskoðun auk þess sem þeir geti skipt um varahluti og séð um að endurinnrétta farþegarýmið þegar við á.

Bocharov tók fram að fyrst um sinn væri eingöngu um að ræða tvískipt hlutverk þeirra flugmanna sem fljúga eins hreyfils flugvélum í atvinnuflugi og væri þá aðallega um að ræða flugvél af gerðinni Baikal sem er ný tegund af rússneskri flugvél sem er ætlað að leysa af hólmi Antonov An-2 flugvélina.

Viðhaldsmál flugvéla í Rússlandi í ólestri

Mikið vandamál hefur skapast að undanförnu meðal þeirra fyrirtækja sem sjá um viðhald flugvéla í Rússlandi vegna viðskiptaþvingana af hálfu vestrænna ríkja og hafa mörg viðhaldsfyrirtæki þurft að segja upp flugvirkjum í hrönnum á þessu ári.

Dæmi eru um flugrekstaraðila sem hafa gripið til þess ráðst að biðja flugmenn um að nota bremsurnar spart við hemlun í lendingu til að minnka álagið á bremsubúnaðinn svo að hann endist lengur þar sem skortur er á varahlutum og þá eru þeir beðnir um að fara „varlega“ í öðrum sviðum til að lengja líftíma varahluta.

Þá hafa sum flugfélög og þar á meðal Aeroflot ákveðið að hætta að birta afkomuskýrslur vegna þess fjárhagsvanda sem við blasir vegna ástandsins.  fréttir af handahófi

Brúsi skerti hreyfigetu stýra sem olli ofrisi í flugtaki

25. júlí 2022

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að brúsi með afísingarvökva, sem hafði verið komið fyrir á gólfinu um borð í lítilli flugvél af gerðinni Diamond DA40, hafi valdið því að

Emirates byrjar aftur að fljúga til London Stansted

2. ágúst 2022

|

Emirates hefur hafið aftur reglubundið farþegaflug til Stansted-flugvallarins og flýgur félagið því núna til þriggja flugvalla í nágrenni London.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.