flugfréttir

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:20

Miklar biðraðir hafa myndast við Schiphol-flugvöllinn sem hafa náð út úr flugstöðvarbyggingunum

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir endann á þeim annmörkum sem hafa verið frá því fyrr í sumar.

Benschop mun vera framkvæmdarstjóri áfram þar til búið er að finna annan til að taka við stöðunni í hans stað. Þessi tilkynning kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Schiphol-flugvöllurinn bað flugfélög um að aflýsa og draga úr áætlunarflugi til flugvallarins vegna skorts á starfsfólki.

„Það hefur fengið mikla athygli og vakið upp neikvæða umræðu hvernig Schiphol-flugvöllurinn hefur tekið á þessum vanda og hvernig ég axla ábyrgð sem framkvæmdarstjóri og það er mitt frumkvæði að afhenda ábyrgðina í hendur á einhverjum öðrum og gefa Schiphol-flugvellinum tækifæri á að hefja nýtt upphaf“, segir Benschop.

Líkt og margir aðrir flugvellir í Evrópu hefur það reynst gríðarlega krefjandi fyrir Schiphol að anna þeim fjölda farþega sem hafa farið um flugvöllinn í sumar og hefur verið gripið til þess ráðst að biðja flugfélög að draga úr flugi til Amsterdam til þess að auka áreiðanleika og draga úr töfum.

Jaap Winter, forstjóri flugvallarins, segir að stjórn Schiphol hafi verið í miklum samskiptum við rekstardeildina og telur hann að enn frekari aðgerða er að vænta á næstunni.

Winter bætir við að það sé mjög mikilvægt að Schiphol-flugvöllur geti boðið upp á góða þjónustu bæði við farþega og flugfélög, líkt og flugvöllurinn hefur verið þekktur fyrir.

Þess má geta að í ágúst sl. fóru 5.3 milljónir farþega um Schiphol-flugvöll sem er 79% af þeim farþegafjölda sem fór um völlinn í ágúst árið 2019 fyrir tíma heimsfaraldursins.  fréttir af handahófi

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn verður meðlimur í Star Alliance

5. júlí 2022

|

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

Skortur á starfsfólki í fluginu mun sennilega vara til 2023

18. júlí 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates telur að sá rekstarvandi, sem mörg flugfélög eru að berjast við þessa daganna, sé eitthvað sem má gera ráð fyrir að verði enn viðloðandi fram á næsta ár.

Sex þotur hjá airBaltic kyrrsettar vegna skorts á varahlutum

4. ágúst 2022

|

Ein af hverjum sex Airbus A220 þotum í flota flugfélagsins airBaltic eru kyrrsettar vegna skorts á varahlutum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.