flugfréttir

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

- Farþegar réttu upp hönd á meðan flugfreyjan taldi

16. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:45

Flestir farþegar um borð réttu upp hönd og vildu fara frá borði á Luton-flugvellinum

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að komast til Gatwick-flugvallarins, þar sem flugvélin átti upphaflega að lenda.

Um var að ræða áætlunarflug til London Gatwick en fluginu hafði seinkað mikið og vegna mikilla tafa þurfti flugvélin að lenda á Luton-flugvelli þar sem flugvélin náði ekki lendingarplássinu sínu á Gatwick.

Eftir lendingu ákváðu flugmennirnir að gefa farþegum tækifæri á að kjósa um hvort þeir vildu fara út á Luton-flugvelli og kalla þetta „gott í bili“ eða hinkra eftir að vélin kæmist aftur í loftið.

Flugstjórinn tilkynnti farþegum að þeir hefðu enga hugmynd um hver staðan væri með flugumferðarstjórnina á Gatwick og ættu því erfitt með að segja til um hvenær flugvélin væri komin þangað en gerðu ráð fyrir að minnsta kosti klukkutíma töf til viðbótar.

Farþegar voru beðnir um að rétta upp hönd og náðu farþegar myndbandi af því er flugfreyja gekk um farþegarýmið og taldi hendur á lofti og var því myndbandi dreift á samfélagsmiðla.

Komust ekki frá borði á Luton vegna skorts á starfsfólki

Sumir farþegarnir voru það ákveðnir að vilja komast sem fyrst út úr flugvélinni að þeir settu báðar hendur á loft.

Fram kemur að flugmennirnir hefðu getað sleppt því að hafa kosningu þar sem farþegarnir komust ekki frá borði þar sem ekki voru til taks rútur og stigabílar til að hleypa þeim út á Luton-flugvelli vegna skorts á starfsfólki.

Við tók tveggja klukkustunda bið þangað til loksins var hægt að koma öllum frá borði og því næst enn lengri bið eftir farangri og var þá klukkan orðin 6 um morguninn.

Fram kemur að um klukkan 7:30 hafi farþegar loksins fengið úthlutað leigubílum til að keyra þeim heim og tók sú ökuferð hátt í 3 tíma fyrir marga farþega.

Myndband:  fréttir af handahófi

Ryanair fjölgar flugferðum í vetur á meðan BA fækkar þeim

24. ágúst 2022

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair ætlar að bæta við 1 milljón sætum við upphaflega vetraráætlunina sína til og frá flugvöllum í Bretlandi.

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

Pantanir í yfir 250 Boeing 737 MAX þotur á 4 dögum

21. júlí 2022

|

Boeing hefur tryggt sér pantanir í 267 þotur á þeim fjórum dögum sem liðnir eru af Farnborough flugsýningunni sem hófst sl. mánudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.