flugfréttir

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

- Samdráttur í fraktflugi eftir mikinn uppgang í heimsfaraldrinum

20. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 18:14

Boeing 757F fraktþotur frá FedEx Express á flugvellinum í Louisville í Kentucky

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

FedEx segir að það sem spilar helst inn í sé samdráttur á mörkuðum í Asíu og krefjandi efnahagsumhverfi í Evrópu en afkoma FedEx Express á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst dróst saman um 70 milljarða króna.

FedEx hefur ákveðið að bregðast við með niðurskurði í leiðarkerfi og minni tíðni og verða einhverjar flugvélar settar í geymslu tímabundið.

Þessar aðgerðir koma í kjölfar mikils uppgangs sem var í vöruflutningaflugi í tengslum við heimsfaraldurinn en þar sem hann er nú afstaðinn þá hefur dregið örlítið úr vöruflutningaflugi á sama tíma og farþegaflug hefur aukist.

Raj Subramaniam, nýskipaður framkvæmdarstjóri FedEx, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast við þessum „mótvindi“ þar sem afkoman var verri en vonir gerðu ráð fyrir.

FexEd hefur ekki gefið upp hversu margar flugvélar til stendur að leggja en hlutabréf í fyrirtækinu dróust saman um 20% í kjölfar þessara frétta.

Fyrirtækið hefur gríðarlega stóran flugflota og eru um 675 flugvélar staðsettar á heimavelli FedEx í Louisville í Kentucky og samanstendur flotinn af fraktþotum af gerðinni Boeing 777F, McDonnell Douglas MD-10F, MD-11F, Boeing 767F, Boeing 757F, Airbus A330-600F, ATR og Cessna Caravan.  fréttir af handahófi

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Flugu 1.000 ferðatöskum frá Heathrow í stað þess að fljúga tómri vél til baka

14. júlí 2022

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines brá á það ráð á dögunum að fljúga tómri Aibrus A330 breiðþotu til Bandaríkjanna frá London í þeim tilgangi að flytja ferðatöskur sem hafa hrannast upp á Heathro

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.