flugfréttir

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

- Ekki hægt að sinna eftirspurninni með engar A380 né júmbó-þotur

21. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:44

Tim Clark, forstjóri Emirates

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi ekki eftir að geta annað þeirri eftirspurn sem framundan er í fluginu á næstu árum og eigi það eftir að hækka flugfargjöld.

„Flugfélög munu ekki getað annað eftirspurninni í framtíðinni með þeim flugvélum sem þau hafa í flotanum í dag. Hvernig ætla það að fara að því? - Þau munu neyðast til að hækka verðið og það verður gríðarlega dýrt að fljúga eftir nokkur ár“, segir Tim Clark.

Clark tekur fram að hann sé að tala um kringum árið 2040 og telur að þá myndi risaþotan Airbus A380 koma sér vel en mörg flugfélög hafa hætt með hana eða gera ráð fyrir að risaþotan fari úr flota sínum á næstu árum.

Clark nefnir að Emirates sérhæfi sig í að fljúga miklum fjölda farþega á milli stærstu borgir heimsins og tekur hann sem dæmi að flugfélagið fljúgi 8 ferðir á dag á milli London og Dubai.

„Við vorum vön því að hafa þessar æðislegu flugvélar“, segir Clark og tekur fram að Airbus hafi hætt að framleiða Airbus A340 breiðþotuna árið 2012, hætt framleiðslu á risaþotunni A380 árið 2021 og svo er júmbó-þotan gott sem horfin af markaðnum í farþegaflugi.

Ekki eru mörg ár síðan að flugfélög voru bæði að fljúga Boeing 747 og Airbus A380 en slíkar breiðþotur fer nú fækkandi og munu þær hverfa í farþegaflugi með sama áframhaldi

Heimsfaraldurinn flýtti svo fyrir því að flugfélög tóku stórar farþegaþotur úr flota sínum og hafa mörg flugfélög brugðið á það ráð að panta fleiri meðalstórar flugvélar með einum gangi.

Airbus A350 og Boeing 777 séu ekki nógu stórar

Á meðan sumar stofnanir innan flugsins gera enn ráð fyrir því að flugheimurinn muni ekki ná sömu hæðum og var árið 2019 fyrir heimsfaraldurinn fyrr en árið 2026 þá spáir Clark því að það eigi eftir að gerast mun fyrr og að farþegaflug eigi eftir að aukast um allt að 6% á hverju ári núna á næstu árum.

„Ef það gerist þá mun flugiðnaðurinn þurfa á muni stærri flugvélum á að halda heldur en Airbus A350 og Boeing 777“, segir Clark og tekur sem dæmi að plássleysi á flugvöllum mun auka það vandamál enn frekar.

Clark telur að það hafi verið mistök hjá Airbus að hætta framleiðslu risaþotunnar og hefur ítrekað við flugvélaframleiðandann evrópska að koma með endurbættari útgáfu af Airbus A380 á markaðinn.

Clark segir að ef flugiðnaðurinn bregðist ekki við þessu þá sé stórt vandamál framundan - „Allur ávinningurinn sem kom á sínum tíma er júmbó-þotan kom á markaðinn með því að fljúga miklum fjölda farþega á milli heimshorna verður fyrir bí með þessari þróun“, bætir Clark við.  fréttir af handahófi

Ryanair fjölgar flugferðum í vetur á meðan BA fækkar þeim

24. ágúst 2022

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair ætlar að bæta við 1 milljón sætum við upphaflega vetraráætlunina sína til og frá flugvöllum í Bretlandi.

Flugbúðir fyrir 13-16 ára haldnar í ágúst

8. júlí 2022

|

Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 16 ára dagana 9. - 11. ágúst nk. en flugbúðirnar eru tilvalinn vettvangur fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á flugi og

Rann út af braut í Tælandi

2. ágúst 2022

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Nok Air rann út af braut í lendingu í borginni Chiang Rai í norðurhluta Tælands um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi

27. september 2022

|

Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.