flugfréttir
Norse fær flugrekstarleyfi í Bretlandi
- Stefna á að hefja flug milli Bretlands og Bandaríkjanna næsta sumar

Dreamliner-þota frá Norse Atlantic Airways
Norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur fengið úthlutað bæði flugrekstarleyfi og starfsleyfi frá breskum flugmálayfirvöldum og getur flugfélagið með því hafið starfsemi sína á Bretlandi.
Norse Atlantic Airways ætlar sér að hefja áætlunarflug yfir Atlantshafið frá Gatwick-flugvellinum
í London til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum.
Tveir mánuðir eru liðnir frá því að flugfélagið sótti um leyfi frá samgönguráðuneyti
Bandaríkjanna fyrir áætlunarflugi vestur um haf frá Bretlandi og bíður félagið enn eftir því leyfi en
félagið flaug sitt fyrsta áætlunarflug í sumar á milli Oslóar og New York.
„Okkur hlakkar til að geta hafið áætlunarflug milli London og Bandaríkjanna sumarið 2023“, segir
Bjorn Tore Larsen, framkvæmdarstjóri Norse Atlantic Airways.
Meðal stofnenda Norse Atlantic Airways eru nokkrir fyrrum stjórnarmeðlimir Norwegian en flugfélagið norska hætti að fljúga vestur um haf vegna mikilla skulda og hefur félagið síðan þá einblítt eingöngu
á áætlunarflug á stuttum flugleiðum innan Evrópu.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.