flugfréttir

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

- Þróun á nægilega öflugri rafhlöðu stærsta áskorunin

28. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:25

Fyrsta tilraunarflug Alice stóð yfir í 8 mínútur og fór flugvélin hæst í 2.800 feta hæð yfir jörðu

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington ríki klukkan 7:00 að staðartíma.

Gregory Davis, framkvæmdarstjóri Eviation, segir að flugið hafi gengið vel og snuðrulaust fyrir sig og að frammistaðan hafi verið góð.

Jómfrúarflugið stóð yfir í 8 mínútur og fór flugvélin hæðst í 2.800 feta hæð yfir jörðu en til stendur að Alice hefji almennar flugprófanir árið 2025 og er vonast til að afhendingar geti hafist árið 2027.

Davis segir að ef það mun ganga hraðara fyrir sig að þróa rafhlöður sem eru léttari og endast lengur að þá verði mögulega hægt að hefja afhendingar á fyrstu flugvélunum töluvert fyrr.

Alice verður lítil farþegaflugvél sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mun flugvélin geta borið tvo flugmenn og níu farþega auk þess sem hægt verður að koma fyrir frakt upp að 1.2 tonnum.

Flugvélin er knúin áfram með tveimur Magni650 rafmagnsmótorum sem hver og einn skila af sér 700kW. Hámarksflugtaksþungi Alice verður 8.3 tonn (18.400 lbs) og mun flugvélin hafa flugdrægi upp á 463 kílómetra (250 nm) og ná flughraða upp á 260 hnúta (482 km/klst).

Eviation stefnir á að rafmagnsflugvélin Alice komi á markað árið 2027

Meðal þeirra viðskiptavina sem eiga von á að fá Alice afhenta eru DHL, Cape Air og Global Crossing Airlines. Gregory Davis vill ekki gefa upp hver verðmiðinn er á Alice en einhverjir fjölmiðlar hafa nefnt að ein flugvél mun kosta um 4 milljónir Bandaríkjadali sem samsvarar 585 milljónum króna.

Verkefnið hefur nú þegar dregist á langinn eftir að eldur kom upp í einni lithium-ion rafhlöðu við prófanir á einni tilraunarflugvél í Prescott í Arizona árið 2020 sem varð til þess að sú flugvél gjöreyðilagðist.

„Stærsta áskorunin fyrir okkur verður rafhlaðan“, segir Davis, sem tekur fram að þau fyrirtæki sem framleiða rafhlöður þurfi að hraða þróun á því hvernig hægt er að koma fyrir fleiri rafsellum fyrir í hverju batteríi án þess að stækka eða þyngja rafhlöðuna svo hún henti fyrir flugiðnaðinn.

  fréttir af handahófi

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

Air India undirbýr risapöntun í allt að 300 þotur

23. nóvember 2022

|

Air India er sagt vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus varðandi risastóra pöntun í allt að 300 nýjar farþegaþotur en flugfélagið indverska vinnur nú að því að auka umsvif sína í kjölfar heimsfar

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00