flugfréttir
Þrjár risaþotur til viðbótar munu hefja sig til flugs næsta sumar

Ein af Airbus A380 risaþotum Lufthansa í langtímageymslu
Lufthansa stefnir á að duska rykið af fleiri Airbus A380 risaþotum og hefur flugfélagið þýska eyrnarmerkt þrjár risaþotur til viðbótar fyrir sumartraffíkina árið 2023 sem verða staðsettar á flugvellinum í Munchen.
„Þetta er bara byrjunin þar sem við eigum von á því að taka til baka fleiri risaþotur þar sem eftirspurning er að aukast
töluvert auk þess sem ástæðan er af rekstarlegum toga“, segir Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri
Lufthansa.
Lufthansa á von á því að eftirspurn eftir farþegaflugi eigi eftir að halda áfram að aukast á næsta
ári og einnig í langflugi til fjarlægra áfangastaða en fram kemur að bókanir fyrir næsta ár eru mjög
stöðugar þrátt fyrir efnhagslega óvissu í heiminum.
Lufthansa setti allar risaþoturnar fjórtán í langtímageymslu snemma við upphaf heimsfaraldursins
og sá flugfélagið ekki fram á að þurfa að nota þær nærri því strax ekki nema að eftirspurnin
kæmi til baka fljótlega og það af krafti.
Fyrr á þessu ári gaf Lufthansa í skyn að flugfélagið myndi sækja einhverjar risaþotur úr geymslu
og koma þeim í umferð án þess að tilgreina nákvæmlega hversu margar risaþotur ættu afturkvæmt.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.