flugfréttir

Airbus A320neo þota lenti með 200 kíló eftir af eldsneyti

- Flokkað sem alvarlegt flugatvik

31. október 2022

|

Frétt skrifuð kl. 09:11

Atvikið átti sér stað þann 17. október síðastliðinn

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320neo frá kólumbíska flugfélaginu VivaColombia lenti á dögunum á flugvelli í Kólumbíu með aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti.

Atvikið átti sér stað þann 17. október síðasliðinn og var þotan í áætlunarflugi frá Cali til borgarinnar Riohacha en þegar flugvélin var í lækkun í 18.000 feta hæð hættu flugmennirnir við aðflugið og fóru í biðflug í hálftíma vegna þrumuveðurs.

Því næst hækkaði flugvélin flugið upp í fluglag FL370 og var ákveðið að víkja af leið og halda til Medellin en flugmennirnir ákváðu aftur að hætta við aðflug þegar þotan var í lækkun í 15.000 fetum.

Flugmennirnir hækkuðu flugið upp í 21.000 fet og lýstu yfir neyðarástandi og var ákvaðið að halda til borgarinnar Monteira þar sem flugvélin lenti loksins um 2:15 klukkustundum eftir að hætt var við aðflugið fyrst að Riohacha.

Stöðuna á því eldsneyti, sem eftir var eftir lendingu, má sjá á skjánum

Fram kemur að aðeins voru 100 kíló eftir af eldsneyti í vinstri eldsneytistanki vélarinnar og 110 kíló í þeim hægri.

Í tilkynningu frá VivaColombia kemur fram að flugmennirnir hafi hætt við aðflugið að Riohacha vegna veðurs og haldið þess í stað til Medellin en einnig var hætt við aðflugið þar vegna veðurs og var því haldið til Monteira þar sem þotan lenti heil á höldnu.

Kólumbísk flugmálayfirvöld segja að þotan hafi lent með 282 kíló eftir af eldsneyti og þegar slökkt hafi verið á hreyflum þotunnar hafi 236 kíló verið eftir. Fram kemur að atvikið sé flokkað sem mjög alvarlegt flugatvik.

  fréttir af handahófi

Skortur á stjórnklefagluggum fyrir nýjar Boeing 787 þotur

31. október 2022

|

Skortur er af ýmsu tagi af íhlutum fyrir nýjar farþegaþotur en framkvæmdarstjóri Lufthansa bendir á að töf hefur orðið á afhendingum á nýjum Dreamliner-þotum til flugfélagsins þýska þar sem skortur e

Ítalska ríkið setur 400 milljarða evra í rekstur ITA Airways

10. nóvember 2022

|

Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur fengið fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Ítalíu upp á 400 milljónir evra sem samsvarar 58 milljörðum króna.

Rannsókn hafin á flugslysinu á flugsýningunni í Dallas

14. nóvember 2022

|

Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00